þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Lífið er plokkfiskur...
minnir mig að standi í Sölku Völku. Ef Laxness hafði rétt fyrir sér þá er lífið ömurlegt því ég hata plokkfisk. Ég vil að lífið sé hamborgarahryggur eða djúsí Eldsmiðjupitsa. En það er ekkert endilega eitt og hið sama, viljinn og veruleikinn. Staðreyndin er auðvitað sú að hlutirnir eru aldrei eins og þeir birtast okkur i bíómyndum eða skáldsögum. Fólk gerir ekkert réttu hlutina heldur er það annaðhvort eigingjarnt eða fáfrótt. Eins enda ekkert allt vel og oftast nær koma réttir hlutir á vitlausum tíma eða vitlausir hlutir á réttum tíma. Sennilegast er lífið miklu meira í átt við plokkfisk en gljáandi og hunangssmurðan hamborgarahrygg. Grátt og leðjukennt en ef þú ert heppinn finnurðu kannski laukbita eða smjörklípu innan um slorið.










föstudagur, nóvember 18, 2005

Lights on the highway.
Skrapp með gærunum mínum á tónleika í gærkveldi. Tálkvenndið var búin að láta mig lofa hátíðlega að koma að sjá Lights on the highway og þeir voru bara þrusugóðir. Ekki margir á tónleikunum en þeir náðu nú samt að halda uppi stuðinu. Hef aldrei séð þá áður en það er alltaf gaman að uppgötva eitthvað nýtt. Ná nú samt ekki Rushes eða Bisbal í gæðum.. Annar hápunktur kvöldsins var mjög drukkin stúlkukind í þéttari kantinum sem skakklappaðist um staðinn og reyndi stíft við hljómsveitarmeðlimi. Það þarf ekki svo mikið til að skemmta mér.










miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Hunsið.
Af hverju heilsa Íslendingar ekki hver öðrum? Eftir ótalmörg samtök við vini og vinkonur hef ég komist að því að eftirfarandi er mjög algeng upplifun: Stúlka gengur niður Laugarveginn og kemur auga á kunningja framundan. Stúlkan frýs, -á hún að heilsa? Ekki heilsa? Á hún að brosa? Kinka kolli? Stund sannleikans, og kunninginn með, nálgast óðfluga en stúlkan gerir ekki neitt. Labbar framhjá kunningjanum með fjarrænt starandi augnarráð og sýnir þess engin merki að kannast við hann. Kunninginn fyrir sitt leiti horfir í hina áttina með samskonar fjarrænt starandi augnarráð. Á djamminu heilsast þau hinsvegar með virktum, -gott ef ekki með kossi á báðar kinnar og þéttu faðmlagi. Nú spyr ég, hvað er málið með þetta? Og við erum ekki endilega bara að tala um eitthvað fyrrverandi hösldæmi. Nei. Bara venjulegt fólk og jafnvel af sama kyni og þú. Erlendis værirðu stimpluð sem snobbuð tík fyrir fullkomlega "eðlilega" hegðun hér heima -enda eru víst nýbúar og skiptinemar afar hissa yfir þessum þætti í menningu okkar Ísleninga. Kannski erum við bara svo hrædd um að hinn aðilinn vilji ekki kannast við okkur að við þorum ekki að taka frumkvæðið? Kannski finnst okkur landið svo lítið að ef þú ættir að heilsa öllum sem þú þekktir værirðu bara á blaðrinu allan daginn og hefðir engan tíma til að græða pening? Kannski finnst Íslendingum Íslendingar leiðinlegir eða kannski er þetta bara einhver misskilningur hjá okkur?










þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Your World View

You are a fairly broadminded romantic and reasonably content.
You value kindness and try to live by your ideals.
You have strong need for security, which may be either emotional or material.

You respect truth and are flexible.
You like people, and they can readily make friends with you.
You are not very adventurous, but this does not bother you.
What Is Your World View?


Your Personality Profile

You are elegant, withdrawn, and brilliant.
Your mind is a weapon, able to solve any puzzle.
You are also great at poking holes in arguments and common beliefs.

For you, comfort and calm are very important.
You tend to thrive on your own and shrug off most affection.
You prefer to protect your emotions and stay strong.
The World's Shortest Personality Test


You Should Get a PhD in Liberal Arts (like political science, literature, or philosophy)

You're a great thinker and a true philosopher.
You'd make a talented professor or writer.
What Advanced Degree Should You Get?










sunnudagur, nóvember 13, 2005

Breimandi kettir.
Heimilishaldið á Eiríksgötunni er met. Sat við eldhúsborðið að pikka á tölvuna meðan sambýlingurinn horfði á Mulan Ruge í sjónvarpinu mínu. Ég kann myndina utan af þannig að við sáum í sitthvoru herberginu og sungum með lögunum, stundum þuldi ég líka blindandi upp textann. Gafst loks upp á ritgerðinni og færði mig inn í herbergi. -Þá fyrst var sko byrjað að syngja! Tókum aríurnar með svo miklum tilþrifum að tár runnu niður hvarma og húsdýrið vissi ekki hvað það átti af sér að gera. Kötturinn væflaðist í kringum þessar breimandi stelpur með undrunarsvip og ákvað loks að setjast bara niður og slást í hópinn. If you can´t beat them, join them. Tvær breimandi stelpur, einn málmandi köttur og væmin söngvamynd. Gerast sunnudagar betri?










miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Eþnískur internethittingur.
Kom í mesta sakleysi heim úr skólanum í gær og var dregin með í að hitta einhverja útlendinga á vegum ónefndrar vinkonu. Menn sem hún hafði hitt á netinu. Get því með sanni sagt að það hafi verið með væga fordóma sem ég tölti með sem móralskur stuðningur. Hittum ferðalangana á Vegamótum og var erlent yfirbragðið ásamt útivistarúlpunum ekki til að minnka fordómana. Ó kræst, hugsaði fröken fordómafull, gææætu þeir verið meiri útlendingar. En það stoðaði ekki neitt því nú var kippt í hendi mína og ég dregin niður á stól. Á stólnum neyddist ég svo til að éta ofan í mig orð mín því fransmennirnir reyndust bara prýðilega skemmtilegir og nettir plebbar í megaflottum störfum. Sem fannst jafn súrealískt og okkur að hitta fólk á internetinu. Sumsé mín kæra ónefnda vinkona, nú ét ég hattinn minn.










sunnudagur, nóvember 06, 2005

Dannað dinnerpartý.
Í gær hlotnaðist hvorki meira né minna en þrettán manns sá heiður að vera boðið í eþnískt matarboð á Eiríksgötuna. Matseðill kvöldsins: ostasnittur í forrétt: Kúskús, korma-kúklingur, nan-brauð og salat í aðalrétt: eplaterta með ís í eftirrétt. Dinnertónlistin var Bollywood mega-hits. Gestirnir samanstóðu af fuglabjarginu, einum Kólumbíubúa og einum Breta. Stemmningin var glimrandi. Ég reyndi eftir bestu getu að prómóta glamúr meðal gestanna og hvatti allar stelpurnar til að vera ógeðslega fínar og í hælum þótt eini tilgangurinn væri til að ég gæti sjálf verið í rauða dónalega kjólnum mínum. Ég er svo mikil hópsál sjáiði til og get ekki verið sú eina fína. Tókum smá bútísjeiking á Ólíver og kíkti svo á töffarann hann litla brósa á Celtic Cross. Dagur B. Eggertsson var þar meðal annarra í góðu geimi og fékk meira að segja viðreynslu frá ónefndri vinkonu minni. Sú var ekki par sátt við dræmar undirtektir kappans og var ekkert minna móðguð þótt ég fræddi hana um konu og börn mannsins.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter