þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Kellingar.
-(Stelpa 1.)Rosalegt í gærkvöldi finnst þér ekki? Kate hlýtur að líða hræðilega að hafa orðið völd að dauða hans. Greinilega eini maðurinn sem hún hefur elskað. En hvað ætli sé í þessum hlera...
-(Stelpa 2.)Já, en það sem ég var að pæla er hvort Ryan á barnið eða ekki!?
-(Stelpa 1.)Bíddu veistu það ekki!? Auðvitað á hann barnið. Theresa laug að honum að hún hefði misst fóstrið. Hún elskar hann svo mikið.
-(Stelpa 2.)Hann á sko pottþétt eftir að byrja aftur með Marissu.
-(Stelpa 1.) Já pottþétt..
-(Stelpa 2.)Jiii ég verð að hlaupa. Nágrannar eru byrjaðir.


föstudagur, ágúst 26, 2005

Síðasta vinnuhelgin!
En hvað það er alltaf grátlegt að eyða föstudagskvöldi uppi i öræfum. Æskan hleypur á ólympíuhraða framhjá meðan ég sit hérna með gömlu köllunum í Búrfelli að horfa á sjónvarpið. Það eru þó bara örfáir vinnudagar eftir og svo mun borgin gleypa mig aftur með húð og hári. Hlakka óumræðanlega til að byrja aftur í skólanum og öllu því sem honum fylgir. Svo verð ég reyndar að finna mér vinnu með skóla núna sem ég er ekki að nenna. Finnst alveg full time job að læra og djamma. En neyðin kennir víst latri konu að vinna. Kannski ekki besti vettvangurinn til að auglýsa þetta en veit einhver um velborgaða svarta vinnu í vetur? Ég er rosa góður starfskraftur..


miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Spin doctor.
Búin í sumarprófum! Ó, hvílík gleði. Ó, hvílík hamingja. Gekk bara alveg ágætlega held ég. Mjög skemmtilegt að læra undir Alþjóðastjórnmálin og gekk alveg temmilega í Innganginum. Skrifaði langa ritgerð um Sjálfstæðisflokkinn og tókst að vefa Dabba kóng og Baugsmálið þar inn. Skemmti sjálfri mér alveg prýðilega yfir þessum kenningum mínum. Máltækið segi að heimskur hlægi að eigin fyndni. Gildir það sama um að heimskur dáist að eigin gáfum? Sauð líka upp glimrandi skemmtilega skýringu á hlutverki "spunalæknis" (spin-doctor) og kom með nýstarlega kenningu um sérstakt embætti í lýðræðisþjóðfélögum sem gegnir því hlutverki að "spinna" þráð vináttu og samlindins milli stríðandi fylkinga. Oft notað þar sem samsteypustjórnir eru við lýði. Einnig hægt að nota um svokallaðan formateur þar sem hann spinnur flókið stjórnarsamstarf úr stökum vefjum þeim er kallast stjórnmálaflokkar. Útkoman verður (vonandi) glansandi, sterkur og fagur vefur stjórnmálanna. Blah. Vona að ég hafi nú allavega skemmt Gunnari Helga með þessari samsuðu. Annars þá er Edinborg að koma aftur sterkt inn hjá mér. Gæti jafnvel verið að þessari virtu menntastofnum bærist umsókn frá einum litlum Íslending í MA nám næstkomandi haust..


sunnudagur, ágúst 21, 2005

Fairwell hörkufélagi.
Gærkvöldið var síðasta kvöldið hennar Eddu Ásgerðar á landinu en hún er núna stödd yfir Atlandshafinu á leið til Danaveldis þar sem hún mun læra að verða löggiltur kvalari allra landsmanna -tannlæknir. Hún og Steindór koma því ekki hingað til lands (nema í fríum) fyrr en þau verða þrítug.. Ég segi nú bara að ég dáist að þesari ákvörðum og líka hversu kúl hún Edda litla er á förinni. Mesta vandamálið var að koma öllum skópörunum hennar fyrir. Skvísan er annars búin að lofa að blogga reglulega og hér er því linkur á hana.. Einsgott að stúlkan verði nú dugleg við skriftir, annars er mér að mæta. Að lokum fær hún smá tribbjút úr Litlu Hryllingsbúðinni. Kalla hann... óð til Eddu.

Edda biður nýjan sjúkling velkominn í stólinn....
Ekkert raus, glenntu upp kjaftinn ég kem!
-Ríf úr þér tennnurnar (ó, guð minn góður..)
Því mér er lagið að láta aðra þjást.
Geri við tanngarðinn (ó, spanga óður)
Og ég fæ kikk útúr kvöl þinni og pín. (you loove it)
Hún Edda er taaannlæknir.. og algjört söksess!


La cultura.
Tók mér verðskuldað frí í gær frá því að ekki-læra og menningaðist með vesengenginu. Borðuðum á Alþjóðahúsinu til að fá smá alþjóðlega menningu og röltum svo um bæinn. Þar hittum við fyrir mennina sem voru að taka ómenningarrúntinn, roguðust með ársbirgðir af áfengi milli Arnarhóls, Hlemmtorgs og Austurvallar og supu á kardemmommudropum milli bjóra til að auka á stemminguna. Horfðum svo á flugeldasýninguna sem að virtist hafa orskað ragnarrök en þegar fyrsti flugeldurinn sprakk opnuðust himnarnir með tilheyrandi úrhellisrigningu -sem stóð nákvæmlega jafn lengi og sýningin. Þá var nú gott að vera með regnhlíf. Í röðinni fyrir utan Ölstofuna vinguðust Edda og Ása við Gullu í Svínasúpunni þegar þær tróðust fyrir framan hana og inn á staðinn. Svínasúpu-Gulla var ekki par sátt og reifst og skammaðist við dyravörðinn yfir þessum ósvífnu stelpuskjátum. Held hún hafi heldur ekki kæst þegar ég og Edda vorum að ræða það hátt og fjálglega í röðinni hversu gamalt fólk stundaði þennnan stað.. Greyið Gulla.


miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Sumarpróf.
Eru nokkuð sem ég mæli ekki með. Í theoríunni eru þau ofsalega sniðug. Sérstaklega ef þú vinnur upp í sveit þar sem lítið truflar þig á kvöldin og oft hægt að lesa í vinnunni. Í praksis er hinsvegar næstum ómögulegt að festa sig við fræðibókalestur þegar miðnætursólin skín skært og fuglarnir syngja. Maður er einfaldlega ekki í rétta umhverfinu. Hinsvegar skráði ég mig í þennan fjanda og nú er bara að standa sig því úrsagnarfrestur er liðinn. Ekki töff.


miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Lost in Space.
Var að átta mig á því að ég á bara eitt ár eftir í hinum yndislega Háskóla Íslands. Eitt ár og svo kemur að því nokkru sem ég hata og forðast meira en allt annað í lífinu. Að taka ákvarðanir. Fæ bara hroll við tilhugsunina eina. Sjáiði til, í mínum geðveika huga þá er ég að útiloka eitt þegar ég vel annað og því er bara best að velja ekki neitt. Skiljiði? Ekki? Ég er með svo mörg plön og margar mismunandi framtíðir í hausnum að ég verð ringluð af því einu að hugsa um það -og þessvegna reyni ég að hugsa bara ekki neitt heldur sting hausnum í sandinn eins og rassstór strútur í miðri eyðimörk. Vildi að ég væri eins og fólkið sem veit frá upphafi hvað það er, hvað það vill og hvað það skal að verða. Finnst ég stundum bara ekki vera neitt og á leiðinni einhvert til Plútó.


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter