mánudagur, október 31, 2005

Kertaljós og kaffi.
Penthásið á Eiríksgötunni gengur nú undir nafninu Lærdómshöllin. Ungar snótir sitja þar við borð dag- og næturlangt og sjúga í sig vitneskjuna að hætti þurra svampa. Fjallháir bókhlaðar eru einkenni dagsins í dag og kaffiylmurinn svífur ætíð yfir borðum. Maður verður nú að halda einbeitingunni yfir lærdómnum. Við höfum sko hlaðborð af kaffi. Morgunroða á morgnana, arabískt á daginn og koffínlaust á kvöldin. Gerist það betra? Brunagaddur og vindhljóð í gluggum setja svo punktinn yfir stemmninguna ásamt kertaljósum og reykelsi. Reyndar er peran sprungin inni á baði þannig kertaljósið þar er ekki optional en það er önnur saga. Punkturinn er að við erum ógeðslega duglegar.


sunnudagur, október 30, 2005

Snæfríður Íslandssól Eldibrandsdóttir.
Í bloggþurrð og lærdómsleiða datt mér í hug að deila með heiminum sögum af fjórða heimilismeðlim Eiríksgötunnar. Hún er yndisfríð. Stórvaxin, fölleit, skögultennt, bleiknefjuð, hvasseygð, vel hærð, skörungur hinn mesti og getur auðveldlega stokkið hæð sína í fullum herklæðum. Heimilismeðlimur númer fjögur er bæði eigingjarn og drottnunarsjúkur. Hann reynir að dylja það undir yfirborði ljúfleika og krúttleika en hið sanna eðli kemur alltaf upp á yfirborðið. Sól, eins og hún er kölluð, er yfirmaðurinn á Eiríksgötunni. Hún (og við hinar) erum með það á hreinu hver er drottnarinn og hverjir eru þrælarnir. Sól er þó gott yfirvald og leyfir okkur náðasamlegast að klóra sér, klappa og gæla við á alla kanta. Hún þarf afar sjaldan að refsa okkur fyrir slæma hegðun enda vel upp aldar ambáttir. Eins og sannri drottningu sæmir horfir hún á óverðuga þegna sína með fyrirlitningu -líkt og hún gerir meðan þessi pistill er ritaður. Hátignin situr hér mér við hlið og gyllt augnaráðið virðist segja orðalaust hversu tilgangslaus iðja lærdómur sé og hversu heimsk ég sé að fara ekki að fordæmi drottningar minnar og leggja mig bara.


fimmtudagur, október 27, 2005

Sameinuð stöndum vér.
Kaldasti september í manna minnum. Frostkaldur nóvember. Það er örugglega að koma ísöld og bráðlega getum við skautað yfir til Grænlands og brunað á sleða til meginlands Evrópu. Ég sem hélt að við værum vísvitandi að dæla eitri i gufuhvolfið til að hækka hitastig jarðar? Ekki eins og okkur Íslendingum veiti ekki af smá yl í kroppinn. Hvort eð er bara einhverjir halanegrar og hrísgrón sem fara illa útúr gróðurhúsaáhrifum. Eða vitlausir Ameríkanar í einhverjum fellibyljum. Ameríkanar eru hvort eð er allt of margir þannig það má vel hreinsa aðeins til þar. Mæli með að allir kaupi sér freon-ísskápa og 10 hárspreybrúsa á viku sem þeir dæla í loftið. Með samstilltu átaki gætu börnin okkar losnað við að kaupa sér úlpur og gróðursett pálma í garðinum.


þriðjudagur, október 25, 2005

Baráttan.
Kvennafrídagurinn í gær. Ætlaði að fara í skrúðgönguna og marsera með kröfuspjald á lofti en eyddi þess í stað eftirmiðdeginum á fundi í bæli drekans. Ég er sumsé ekki í launaðri vinnu nema á kvennafrídeginum. Milli klukkan þrjú og hálf fimm. Samt gaman að koma inn í Landsvirkjun og láta unga myndarlega menn taka á móti sér í móttökunni. Náði þó í skottið á fundinum niður á Ingólfstorgi og fannst óneitanlega gaman að sjá stemminguna. Þetta var alvöru! Og ég tek ofan fyrir öllum þeim karlmönnum sem mættu. Fá feitt prik í kladdann hjá mér. Enda ætti eiginlega að kalla þetta jafnréttisbaráttu frekar en kvennabaráttu og virkja karlmenn í stað þess að æpa á þá. Þessvegna finnst mér Árni Matthísen með jafnréttisráðstefnu karla töffari.


sunnudagur, október 23, 2005

Af Airwaves og alþingismönnum.
Hreint prýðilega skemmtilegt á Airwaves hátíðinni. Ætluðum að fara ásamt hálfri Evrópu á Nasa í gærkveldi. Vorum mættar klukkan hálf tíu og þá náði röðin frá anddyrinu, í kringum hálfan Austurvöll og endaði til móts við Alþingishúsið. Hrein geðveiki. Aumingja útlendingarnir sem borguðu sig ekki bara inn á hátíðina sem þeir komust ekki inn á heldur líka flug, hótel og uppihald í dýrustu borg álfunnar. Ég gafst allavega upp og hélt frekar í lágstemmda stemmningu á Þjóðleikhúskjallaranum og sá hreint ekki eftir því. Helgi Valur sem opnaði kvöldið var frábær semog breska sveitin The Rush. Var reyndar orðin sætkennd þannig mér fannst allt bara æðislegt og lifði mig inn í held ég bara öll atriðin. Tær snilld. Enduðum svo kvöldið á Ölstofunni ásamt þingflokki Sjálfstæðismanna sem voru víst í einhverju Gísla Marteins partýi. Átti merkar samræður við formann heimdallar eða SUS (þekki þessi félög aldrei í sundur) þar sem hann viðurkenndi að enginn sómakær íhaldsmaður myndi láta sjá sig dauðann á Airwaves. Þeir væru allt of miklir plebbar í það. Lokahnykkurinn verður svo tekinn í kvöld á aukatónleikum á Gauknum en þá get ég komist að því hvort tónleikarnir í gær hafi virkilega verið svona frábærir eða hvort hvítvínið var svona frábært. Við Hlíbba gerðumst líka grúppíur í gær og verðum að styðja við bakið á okkar hljómsveit.


miðvikudagur, október 19, 2005

Sko!
Bambi Result
Bambi


Kvennkostir góðir.
Ilmurinn smýgur inn í öll skúmaskot þakíbúðarinnar. Nágrannarnir fá að fljóta með okkur á súkkulaðiskýi þar sem við virðumst deila öllum hljóðum og lyktum með þessu annars ágæta fólki. Ég og Ásta erum sumsé svo myndarlegar stúlkur að við slógum upp í svo sem eins og eina súkkulaði-hnallþóru með kaffinu. Maður finnur upp á ýmsum aktivitetum þegar maður á að vera að læra. Annars er ég frekar stressuð í dag. Verðandi tengdarforeldrar mínir eru að koma í heimsókn í kvöld og þá skiptir miklu að fyrstu áhrifin verði góð. Í hverju á ég að vera? Ég hef nefninlega ákveðið að flytja aldrei úr þessari íbúð og þá er bara tvennt til í stöðunni. Kaupa hana af Hákoni leigusala eða hössla Hákon leigusala. Síðari kosturinn er mikið ódýrari.


mánudagur, október 17, 2005

Net dauðans.
Lúmskasta og mest ávanabindandi forrit sem fundið hefur verið upp er msn. Netið er niðri í augnablikinu og get ekki einbeitt mér þegar ég kemst ekki í "samband". Þá fer ég á kaffihús til og hanga á msn og blogga.


laugardagur, október 15, 2005

Með BArni.
Fór á svokallað BA kvöld í gær þar sem nýútskrifaðir nemar kynntu verkefni sín fyrir pöpulnum og gáfu okkur grænjöxlunum góð ráð fyrir væntanleg skrif. Massasniðug hugmynd þetta BA kvöld og ekki laust við að hræðslan við skrifin hafi bara minnkað. Er allavega komin með hugmynd sem mér líst ógesslega vel á og ætla að ganga útfrá. Þarf bara að fara að njörfa þetta aðeins niður því eins og stendur er verkefnið frekar á doktorsstigi hvað vídd og lengd varðar heldur en BA stigi. Finnst efnið mitt svo spennandi að ég bara hlakka til að fara að byrja og kasta mér út í rannsóknirnar.


þriðjudagur, október 11, 2005

Háskólaneminn við mikilvægar rannsóknir.
HASH(0x8f6eff0)
Jack Sparrow- A charming, handsome, and incredibly
smart swashbuckler, everyone's favorite con
artist. He is a master at manipulating people
to use for his own cause. He can be shy about
his past and is often a bit of a loner. Deep
down he's pure-hearted, even though he is a
pirate and a thief. He loves you for who you
are and although he isn't always loyal, you're
the one person he loves most in the world.


Which movie character is your true love?
brought to you by Quizilla


laugardagur, október 01, 2005

AA
Vaknaði í morgun og lýsti því yfir við annan sambýlinginn að ég ætlaði að hætta að drekka í bili. Hún var hjartanlega sammála en benti mér þó á ákveðna annmarka. Næsta helgi er nefnilega Oktoberfest. Ok, sagði ég, helgin eftir það þá. Nei elskan, sagði hún, þá er afmælið mitt og þú verður kjöldregin ef þú djammar ekki með okkur. Nokkuð hnípin sætti ég mig við að drekka þá bara ekkert í kvöld. Hálftíma síðar býður sá sami sambýlingur mér með á opnunarhátíð á ljósmyndasýningu sem ég og þekkist. Fjörutíu mínútum síðar vorum við sammála um að ekkert vit væri í því að láta allt þetta fría kampavín á opnuninni fara til spillis.


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter