miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Mannréttindi.
Dagurinn í dag er miklu betri en gærdagurinn. En það er erfitt að vera að vinna þar sem maður getur ekki leyft sér eðilegar umgengnisvenjur s.s. að urra á samstarfsmenn, lemja í veggi, skella hurðum eða rífa blöð og brjóta skrifstofuhúsgögn máli sínu til áherslu. Ókurteisi og skapvonska fyrir morgunkaffið ætti að vera lagalegur réttur hvers einstaklings í siðmenntuðu samfélagi. Er þeta ekki bara mál sem mannréttindadómstólinn ætti að taka upp á sína arma?










þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Urg.
Kakkalakkar í kjallaranum. Eitur. Gat á uppáhalds peysunni. Jógúrtin mygluð. Kalt. Ekkert kaffi á könnunni. Dagurinn byrjar vel.










sunnudagur, ágúst 27, 2006

D
Í gær fór ég með stelpunum á nútímalistasafnið þar sem til sýnis voru m.a. verk eftir Andy Warhole og Picasso. Ekki voru öll verkin jafnmikil snilld og nokkrar innstillingar og salir sem mér fannst vægast sagt fyndnir. Ég og Natalie franska gerðum ógeðslegt grín að verkum sem okkur fannst við geta gert betur en "listamennirnir"(við fimm ára aldurinn) og uppskárum vægast sagt mikila vanþóknun frá þeim listrænni í hópnum.. En þetta var samt ansi skemmtilegt safn. Mæli með því.

Um kvöldi var svo haldið á galeiðinu og byrjað með dýrindis kokteilum á ógeðslega kúl stað sem er byggður eins og 19 aldar lestarstöð úr gleri með troppical þema innandyra. Hljómar skringilega en er mjög kúl -enda einn mest snobby staður bæjarins. Yfirgáfum svo þennan flotta stað og héldum áfram lestarþemanu á neðanjarðarklúbb sem var einmitt í gamalli lestarstöð! Afskaplega "kúl" staður en því miður var tónlistin viðbjóður eða teknó með öðrum orðum. Ég hefði átt að vita betur en að leyfa Belgum að skipuleggja staðarvalið! Við stelpurnar ákvaðum þá bara að gera það eina rétta í stöðunni, drekka meira og dansa eins og svín. Tónlistin varð þá skyndilega mikið betri.










fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Kaupóðakonan hittir ömmu sína.
Eitthvað er undarlegt við það að kaupa sér vetrarfatnað um sumar. Haustlínan er komin í búðir og lopafötin hreinlega rifin út. Í fyrradag kom ný sending af kápum í Zöru. Ein týpan fannst mér svona líka lekker og hugsaði ég mér gott til glóðarinnar. Í dag, tveim dögum síðar, er helvítis kápan búin í minni stærð. Eftir vinnu ætla ég sem sagt að þræða götur borgarinnar, í tuttugu og fimm stiga hita, í leit að ullarkápu.










þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Siggusnúðurinn fær makeover
Svört dragt. Háhælaðir skór. Pent veski. Hársnúður. Vinnu-ég er agalega virðuleg. Þeir dagar sem ég dröslaðist úfin og reitt inn í Árnagarð íklædd skopparabuxum eða gallabuxum eru greinilega runnir sitt skeið. Mér til varnar er dragtin töff og hársnúðurinn ku vera í tísku..










mánudagur, ágúst 21, 2006

Skildublogg
Skandinavar eru fyndnir. Þjónar í Vín eru fúllyndir. Ég er þreytt.










sunnudagur, ágúst 20, 2006


Ný síða og fjölskylduferð.
Eins og glöggir menn og konur hafa vafalaust tekið eftir hefur síðan verið uppfærð og þurfa augu lesenda ekki lengur að brenna sökum ljótleika hennar. Aubba Rós á allan heiður skilið fyrir þetta meikover. Takk honní. ;) Nú hef ég lofað að blogga reglulega og stefni á eina færslu á dag.

Annars þá er fjölskyldan farin af landi brott og þeirra verður sárt saknað. Það var bara agalega huggulegt að hafa þau hérna í smá tíma og verða aftur litla barnið. Við keyrðum um alpana, gistum í litlum furðulegum þorpum, borðuðum góðan mat, villtumst, fórum á útióperur, drukkum vín, fórum í fordrykk hjá sendiherrahjónunum, sóluðum okkur við dónánna og borðuðum meira (og drukkum). Það er gaman að vera með gesti. Og stutt í þann næsta! :)










föstudagur, ágúst 11, 2006

Kappakstursbilstjorarnir.
Great. Eg atti ad hitta familiuna a lestarstodinni i Salzburg og nu er eg komin en thau fost i umferd fyrir utan Munchen. Var ad tala vid thau i simann og tha finnst theim svo leidinlegt ad eg thurfi ad bida svona lengi ad thau eru ad "spitta" a 110 eftir thysku thjodvegunum. Sem hafa nota bene engin hradatakmork. Hvad gerir einmanna stulka i thrja klukkutima i okunnugri borg? Hun fer natturulega a netid og svo a barinn!










þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Aurskriður og annað skemmtilegt.
Ég sé fram á áhugaverða helgi. La grand familia er á leið til Austurríkis í heimsókn og ég af bjartsýni minni var búin að skipuleggja alpaferð núna um helgina. Stórfenglegt útsýni, fjallakofar, fjallavötn, jóðlandi hjarðsveinar og kýr með hálsbjöllur fannst okkur hljóma heillandi. Veðurspáin kveður hinsvegar á um meiriháttar úrkomu, þrumur, eldingar og hættu á aurskriðum. Hætta á útsýni hverfandi. Ég held við séum samt að fara upp í alpa af hinni alkunnu Kjærnested-þrjósku. Ef við komum ekki til baka þá getið þið fundið okkur eftir milljón ár, vel varðveitt í týrólskum leir.










mánudagur, ágúst 07, 2006

Menning á menningu ofan.
Verslunarmannahelgin mín er búin að vera hin ánægjulegasta. Á laugardaginn skrapp ég til Bratislava en Bratislava og Vín eru þær höfuðborgir í heiminum sem eru hvað næstar hvor annarri. Ef ég ætti að lýsa þessari borg í einu orði þá væri hún "sæt". Miðbærinn allavega. Stemmningin þarna er eiginlega meira eins og í þorpi eða bæ heldur en höfuðborg enda varð hún bara höfðborg fyrir rétt rúmum 10 árum. En word from the wise ef einhver er á leið til Bratislava. Þetta er ekki staðurinn til að versla. Ég og finnsk vinkona mín ætluðum sko aldeilis að shoppa þar sem allt er svo ódýrt en komumst að því okkur til hrellingar að tískan er svona sirka 10 árum á eftir tímanum. En þeir eiga gott úrval af magabolum.

Svo ætlaði ég að menningast meira í gærkveldi og fór á tónleika með Karlakór Reykjavíkur. Fínir tónleikar, þeir fyrstu sem ég hef séð með þessum kór, og fann svo að sjálfsögðu fólk sem ég þekki þarna í hópnum. Litla ísland. Frændfólk, fjölskylduvinir og gamlir skólafélagar leyndust meðal söngfulga og gerðu þau sér lítið fyrir og kipptu mér með sér í matinn og svo út á djammið. Í diplómatískum anda skal ekkert sagt um söngfuglana annað en þetta var mjög ,,hress" hópur. Og látum þar við sitja.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter