fimmtudagur, apríl 29, 2004

Nýja fjölmiðlafrumvarp Dabba kóngs og hirðarinnar..
Ég hef gegnum mínar leynilegu heimildir komist yfir afrit af eintaki Dabba af fjölmiðlafrumvarpinu mikla. Lengi lifi konungurinn>!!










miðvikudagur, apríl 28, 2004

Jeesssssssss
One down, two to go!! [og reyndar 2 ritgerdir líka en who´s counting...] Fyrsta prófið er sem sagt búið. Það var hið dularfulla fag, Heimspekileg forspjallsvísindi eða Ástufræði, sem var tekið í nösina núna áðan. Mér gekk bara glimrandi vel á þessu prófi, gat svarað öllu og bullað útí hið óendanlega. Skrifaði svo mikið ad ég var orðin ein eftir í stofunni og mér er svo illt í hægri hendinni eftir þessa andgift mína að það er erfitt að pikka þessar línur á lyklaborðið. Næst er það fag sem kennt er við Sverri nokkurn Jakobsson, eða Íslands og Norðurlandasaga, sem bíður nasarinnar. Held reyndar að hann Sverrir verði ekki hrifinn af bulli og heimspekilegu þvaðri þannig að nú er eins gott að byrja að troða staðreyndunum inn í hausinn... Og koma svo!!!!










mánudagur, apríl 26, 2004

Meiri djöfull
Bókmenntafræðiritgerðin mín er ekki enn tilbúin. Hugmyndin sem ég gekk útfrá var eiginlega bara crap.. náði allavega ekki að skrifa nálægt því 10 blaðsíður um þetta efni.. Neyddist til að byrja aftur, er á byrjunarreit núna. Próf ekki á morgun heldur hinn og ekki byrjuð að læra... Stressssssssssssssssssssss










Djöfull
Snilldar læruplanið mitt er ekki alveg að ganga upp. Þessi leiðinda bókmenntafræðiritgerð er mig lifandi að drepa og enn hafa bara 4 blaðsíður fæðst. Ég er búin að sitja í allan dag við tölvuna með ritstýflu og ég er að verða geðveik. Prófin byrja nebblega á miðvikudaginn og þá verður bara líka hardcore lær í 5 daga en á þeim 5 dögum tek ég 3 stóóór próf. Þannig í dag var semsagt seinasti dagurinn sem ég hef tíma til að gera þessa blessuðu ritgerð en núna er dagurinn að kveldi kominn og enn engin ritgerð! Hvað gera danir þá?










sunnudagur, apríl 25, 2004

SNIIIILD!
Skrapp með Tálkvenndinu í bíó í gær á mestu snilldarmynd ársins KILL BILL vol.2. Þessi mynd er bara kúl og Tarantino örugglega geðveikur en samt snillingur. Get ekki beðið eftir að sjá fyrstu myndina aftur! Já og svo ætla ég að líta út einsog Kim Basinger þegar ég verð fimmtug. Allir að drífa sig í bíó!!













þriðjudagur, apríl 20, 2004

Lærdómur og leiðinlegt spil..
Já seinustu dagar hafa verið dagar dugnaðar og fróðleiks. Er loksins búin að koma sjálfri mér í lærdómsgírinn og gengur bara ágætlega enn sem komið er. Afleiðingar dugnaðarins eru hinsvegar einhverfa og einmannaleiki sem fylgir því að læsa sig inní í herbergi með nefið oní skruddum. Í gærkvöldi ákvað ég því að verðlauna sjálfa mig fyrir dugnaðinn og taka mér frí, hringdi í stelpurnar og skipulögðum hitting heima hjá Aubbu. Það byrjaði svosem ágætlega með slúðri og píkuskrækjum [sem mér finnst alltaf ánægjulegt] þangað til að hið ógurlega spil HÆTTUSPIL var dregið framm.... Þarf ekki að fjölyrða um þetta spil nema að ég tapaði með yfirburðum og ætla aldrei að spila það aftur. Djöfull þoli ég ekki að tapa!!!










þriðjudagur, apríl 13, 2004

Tíbískt maður
Af hverju er það að þegar maður hreinlega verður að gera eitthvað þá finnurðu allar mögulegar afsakanir og ástæður í heiminum til að gera það ekki?!? Ég veit ekki hvort ég er ein um þetta en þetta er hegðun sem ég iðka mikið. Til dæmis þá verð ég að drífa mig í að gera þessar ritgerðir og læra fyrir prófin -en er ekki búin að gera neitt alla páskana. Svo sem annað dæmi þá verð ég að finna mér vinnu en hef ekki heldur gert það.. er einhver sem er tilkippileg/ur til að semja svosem einsog 2 ritgerðir, taka 3 próf og borga mér svo 200 þúsund krónur á mánuði í sumar?? Ef þessi einhver ert þú endilega skildu eftir skilaboð í kommentakerfinu :)
Þín einlæg,
Gerður Björk Kjærnested











sunnudagur, apríl 11, 2004

Í tilefni dagsins..
Vildi ég bara segja GLEÐILEGA PÁSKA LITLU UNGARNIR MÍNIR :)










föstudagur, apríl 09, 2004

BÚIN!!
Íslands og norðurlandasöguritgerðin er búin -eða uppkastið að henni allavega! Það ríkir mikil gleði hjá mér núna en ég er búin að vera að skemmta mér við þessa annars stórskemmtilegu og vel sömdu ritgerð í næstum viku. Þá er þetta allavega frá og ég get skilað henni inn til kennarans á morgun. Svo er bara að taka til við næsta verkefni sem er ritgerð um Söguna af Bláa hnettinum. En fyrst sofa. Djöfull er ég annars GLÖÐ :)










þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ohhhhhh.....
Ég er að verða geðsjúk af lærdómi. Mig langar á djammið, mig langar alveg ógeðslega mikið á fyllerí!! Alveg er þetta tíbískt að sömu sekúntu og ég ákveð að gerast dugnaðarkvenndi og djamma ekkert þangað til eftir próf þá hellist þessi gífurlega áfengislöngun yfir mig. Og núna má ég ekki láta undan henni.... jæja horfa á björtu hliðarnar, prófin búin eftir tæplega mánuð og svo eru bara 79 dagar til KÖBEN!!










sunnudagur, apríl 04, 2004

Fíkn.
Það er undarlegt hvað fólki hættir til að verða háð ýmsum hlutum. Flestir vina minna eða fjölskyldumeðlima eru háðir einhverju. Sjónvarpi, sígarettum, áfengi, mat, gosdrykkjum og svo mætti lengi telja. Dr. Phil segir að fíkn sé táknmynd fyrir einhvern skort í þínu lífi.. ef þú ert háð sjónvarpinu þá er eitthvað sem vantar í þitt líf.
Ég mundi ekki segja að ég sé háð sjónvarpi þótt að mér finnist Glæstar Vonir og Nágrannar skemmtilegir, ekki heldur áfengi, sígarettum né mat þótt mér finnist gaman að djamma og gott að borða. Hinsvegar er ég ansi hrædd um að ég sé orðin háð svarta gullinu, eða öðru nafni kaffi. Fyrir langalöngu lýsti ég því fjálglega yfir að þessi drykkur væri viðbjóður og að hann færi aldrei inn fyrir mínar varir en í seinni tíð hef ég þurft að taka þessar yfirlýsingar mínar aftur og stúta núna minnst 6 bollum á dag... og í þessum "brjáluðu" (eða þannig) ritgerðar og lærdómssesíonum mínum núna þá drekk ég það bara stanslaust. Kannski ætti ég að tala við Landsspítalann og fá þetta bara beint í æð? Nú veit ég ekki hvort Dr.Phil hefur rétt fyrir sér eða ekki en mig langar sko ekkert að hætta að drekka þennan eðaldrykk, vöntun smöntun -þetta er bara lúxus!










laugardagur, apríl 03, 2004

Sigur..enn á ný!
Já enn á ný hefur ákveðinn hópur fólks sannað yfirburði sína fyrir meðaljóninum. Verzlunarskólinn er einfaldlega besti skólinn og ekki nóg með að Verzlingar séu rökfastastir og mælskastir þá eru þeir líka gáfaðastir.
VIVA VERZLÓ!!!










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter