laugardagur, janúar 29, 2005

Líkamsrækt á laugardegi.
Er búin að eiga ekkert smá huggulegan dag í dag. Vaknaði venju fremur snemma og var mætt í ræktina með stelpunum klukkan 10. Helgarafrek sem á sér fá fordæmi í mínu lífi. Tíminn var mjög gefandi, kallast Suðræn Sveifla og samanstendur af léttum leikfimiæfingum með smá mjaðmadilli. Mjög svo huggulegur tími fyrir þreyttar og morgunfúlar konur. Fórum svo í "hádegispásu" í hina gríðarlega hátískuvænu búð ZikZak þar sem ég ætlaði að ná í peysu fyrir ömmu en endaði á að kaupa mér líka flík. Þvílík kostakjör á bara þúsara og peysan alveg gaaasalega lekker! Ásta vinkona var búin að hlægja þvílíkt að mér að ætla í þessa búð en endaði konan ekki á þvi að labba sjálf út með eiturgrænan jakka. Ákváðum svo að skella okkur bara aftur í ræktina og fórum í jógatíma, heita gufu og svo laugina. Vorum semsagt i ræktinni frá tíu til þrjú um daginn og geri aðrir betur! Settum svo punktinn fyrir I-ið með kaffiþambi og áti á Vegamótum. Maður verður nú að eiga einhverjar hitaeiningar til að brenna ;)!


föstudagur, janúar 28, 2005

Magaveiki auminginn.
Ég er svo mikill lúði að það er ekki fyndið. Fimmtudagar eru frí í skólanum hjá mér en til að byggja í haginn fyrir framtíðina ákvað ég að vakna samt klukkan hálf átta og skutla örverpi fjölskyldunnar í skólann. Litla gerpið er nefnilega að fá bílpróf fljótlega og því gott að láta það (gerpið) vita hver sé bestur við það. Sé í hyllingum ókeypis "leigubíla" úr miðbænum. Þessir smákrakkar hafa hvort eð er ekkert betra að gera. En allavega, í morgun var ég frekar sybbin eftir að hafa horft á Litróf ástarinnar kvöldið áður og greip því það sem hendi var næst úr ískápnum. Það eina sem ég fann var ananasdjús og þambaði ég stórt glas af svalandi safa áður en út var haldið. Allan morguninn var svo aumingja litla ég alveg hræðilega magaveik og afskaplega óglatt. Gat ekki hugsað mér að borða neitt og fékk mér bara meira ananasdjús. Og alltaf varð magaverkurinn verri og verri. Það var ekki fyrr en Húsfreyjan sjálf nappaði mig við þriðju atrennuna í ananasdjúsinn sem ég skildi magapínuna miklu. Helvítis fernan rann út fyrir 13 dögum!


þriðjudagur, janúar 25, 2005

Langloka.
Sit núna í tíma í Háskólabíó. Samkvæmt námsskipulagi á þessi kúrs að vera fjórar kennslustundir á viku og einhverjum snillingnum datt í hug að skella þessu bara saman í eina bunu. Þetta er því tími dauðans sem stendur yfir í næstum jafnmargar mínútur og heilt maraþonhlaup. Kaffi hjálpar en msn hjálpar meira.


mánudagur, janúar 24, 2005

Töffarar.

Nokkrir vel valdir einstaklingar í vinahópnum eru með leynifélag. Þetta er mjög exclusive hópur sem kallar ekki allt ömmu sína og fer eftir ströngum inntökuprósess vilji einhver ganga í raðir félagsmanna. Við köllum okkur hörkuklúbbinn og felst félagsskapurinn aðallega í því að vera hörkutól og kúlistar hinir mestu. Töffaraskapurinn felst í ýmsu t.d. því að segja ókunnuga menn vera barnsfeður sína, dansa eggjandi dans á súlum niður í miðbæ Reykjavíkur, taka þátt í Idol-prufunum eða fara eina salíbunu á vélnauti fyrir framan trylltan áhorfendaskara. Eins og gefur að skilja hafa þeir sem ekki komast inn í raðir félagsmanna fyllst nokkurri gremju sökum vanhæfni sinnar en hörkufélagsmeðlimir láta sér fátt um finnast. Við erum líka með merki þar sem við kreppum hnefana og öskrum. Mjög töff. Myndin er einmitt af þremur meðlimum klúbbsins (2 formönnum og ritara) að gera hörkufélagsmerkið. Um aðild má sækja í kommentakerfinu. Fariði bara ekki að grenja þegar þið fáið nei aumingjar!


sunnudagur, janúar 23, 2005

Sirkus.
Eins og sagt er um fólk í tvíburamerkinu þá erum við gríðarlega fjölhæf og getum gert marga hluti í einu. Um helgina er ég búin að afkasta því að fara á brjálað fyllerí, fara í sveitina, vera edrú, læra fyrir alla (næstum) viku og fara í ræktina (bráðum). Afmælið hjá Regnhlífinni var sérdeilis skemmtilegt enda nóg af fljótandi veigum, glæsilegum kökur, girnilegum mexíkó-réttum og skemmtilegu fólki. Horfðum á Idolið ruglað og fannst mér það jafnvel enn meiri stemmning heldur en að horfa á það í ólæstri dagskrá. Maður verður að einbeita sér meira. Enduðum niðrí bæ þar sem ég gerðist sjúggar-mama fyrir litla fátæka brósa, tók að mér að splæsa á hann áfengi, búllumat og leigubíl heim. -Það sem maður gerir ekki fyrir þessi litlu gerpi. Á laugardagskvöldinu var búið að bjóða okkur tjellingunum í brjálað þema-sveitaballa-afmælispartý hjá Arnari vini hans Ella en sökum þynnku, almennrar vanlíðanar og djammbömmers ákvað ykkar einlæg að drekka ekki. Brunaði því á kagganum til sveitapakksins og kom snemma heim. Er núna alveg gríðarlega hress, búin að læra fyrir stjórnmálaheimspeki, þorskastríðakúrsinn og er að massa ísland á 20. öld. Stefnan svo tekin á ræktina á eftir. Það er allt að gerast -eeeverything is happening.


föstudagur, janúar 21, 2005

Vítamínsprauta.
Ég er að spá í hvort ég ætti að vera duglegri að blogga. Slást í hóp þess fólks sem skrifar þrisvar á dag og tiltekur samviskusamlega hvað það borðar, við hverja það talar og hvenær. Ég get líka baktalað fólk eða hrósað því eftir tilefnum. Það má allt á netinu ekki satt? Í anda þessa nýja bloggstíl vil ég deila með ykkur að akkúrat núna sit ég í tíma og hlusta á fyrirlestur hjá frænda um Þorskastríðin og landgrunnslögin um miðbik aldarinnar. Næ engan veginn að festa athyglina við fagran klið Kjærnestedraddarinnar því ég er svo spennt fyrir djamminu í kvöld. Regnhlífin fagnar í dag brottflutningi sínum af landinu semog háum aldri (24). Fór áðan og keypti mér áfengi og núna vantar mig bara pæjuföt fyrir kvöldið. Ég á engin föt. Bíðst einhver til að bjarga mér? Ég lifi enn á fornri frægð fataskápsins þegar ég átti 9 kíló af peysum og 2,5 kíló af djammbolum. Það var hinsvegar fyrir löngu síðan en núna er ég engin pæja lengur. Stenst meira að segja útsölurnar svo til skammlaust.


mánudagur, janúar 10, 2005

Kjærnested klanið.
Jæja þá er venjulega lífið að hefjast aftur. Eiginlega bara ágætt eftir mikið letilíf, djamm og huggulegheit um jólin. Er samt í mikilli kreppu með kúrsaval. Eitthvað hroðalega flókið í augnablikinu að rokka á milli deilda og sérstaklega ef ég ætla að fara út næsta haust. Hvað verður um skildukúrsa ef maður er erlendis í ár? Skil þetta ekki. Held að fundur með skoraformönnum sé málið. Fór annars í tíma um Þorskastríðið áðan og komst að því að kennarinn er frændi minn. Að sjálfsögðu gríðarlega myndarlegur, vel gefinn og hugdjarfur líkt og við fjölskyldan öll.


miðvikudagur, janúar 05, 2005

Með brjálæðisglampa í augum...
Síðustu daga hef ég hnussað og fussað yfir fylkingum kvenna á öllum aldri sem nú sjást þramma um ganga Smáralindar og Kringlu með brjálæðisglampa í augum, klyfjaðar appelsínugulum útsölupokum. Kerlingum samanlagt eyða andvirði þjóðarframleiðslu Sádi-Arabíu á útsölum og telja sig vera að græða. Taldi mig sko ekki í hópi þeirra og var stolt af því. Ég er menntakona sem veit betur. Well guess again. Er rétt nýkomin heim úr "stuttri" bæjarferð og er nú stoltur eigandi blárrar ullarpeysu, leðurhanska, mp3 spilara, 10 tíma ljósakorts, handklæðis, vatnsbrúsa, tveggja tíma í einkaþjálfun og árskorts í Baðhúsinu. Fyrir andvirði 50 þúsund króna takk fyrir kærlega. Upplýst menntakona hvað!


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter