fimmtudagur, mars 31, 2005

Klámmyndaleikkonan.
Hvur fjárinn. Þegar ég og Ausa fórum til London um daginn lenti ég í skondnu atviki. Við vorum að labba úr Metró-inu þegar maður um fertugt stoppaði okkur á götu. Þetta var fremur virðulegur maður klæddur í fínan svörtan ullarfrakka, jakkaföt og talaði hann ensku með yfirstéttarhreim. Maður þessi baðst afsökunar á ónæðinu en spurði litla túristann hvort hann hefði verið módel. Litli túristinn horfði á hann eins og geimveru og breyttist þessi virðulegi maður snarlega í kríp í huga ferðalangsins. Krípið vildi endilega fá túristann til að taka þátt í einhverskonar músík-vídjó gerðum og auglýsingaplaggats-módeldæmi sökum augljósra hæfileika og "potential" hans. Lét túristann fá nafnspjald og bað hann endilega um að hringja. Þar sem nafnspjaldið virkaði nú fremur prófessional áleit túristinn að þetta gæti hugsanlega verið alvöru fyrirtæki en þá sennilega eitthvað skuggalegt, klámmyndbönd eða eitthvað í þeim geiranum. Nema hvað, var ég ekki að finna þetta blessaða nafnspjald og ákvað að kíkja á heimasíðuna svona upp á grín. Er þetta þá ekki bara virðulegt og stórt PR fyrirtæki og vinur minn úr metróinu einhver boss. Kannast meira að segja við eitthvað af lögunum þeirra. Missti ég af tækifæri mínu til frægðar og frama? Var verið að "uppgötva" mig á götu? Furðulegt..










miðvikudagur, mars 30, 2005

Draumur um rúm.
Djöfull þoli ég ekki að vakna að ósekju. Og mig sem var meira að segja að dreyma ýkt skemmtilega. Dreymdi um Irish Rover og allir sem við þekktum í Salamanca voru þar. Yndislegt. Reif mig þó frá þessum fögru draumsýnum við harmakvein og grát mikinn. Gerði mig sæta fyrir samnemendur í stjórnmálaheimspeki en allt til einskis þar sem það var frí í tímanum. Lúðinn ég.










þriðjudagur, mars 29, 2005

Doktor Gerður.
Ég er búin að finna mér nýjan happening stað. Kannski svolítið sein að fatta hlutina þar sem téður staður hefur verið happening árum saman en það skiptir ekki miklu máli. Með mig og vinkvenndin innanborðs verður hann ennþá meira kúl en áður. Kaffibarinn er alveg málið. Glæsilegt mix af bjórþambi á 11 og bootyshaking á Hressó, "frægt" fólk og skemmtileg stemmning. Eyddi einmitt öllum páskunum og allri VISA heimildinni í faðmi Damon Albarns og Baltasars Kormáks. Fann síðan köllun mína sem meðlimur heilbrigðisstéttarinnar en meðöl mín fyrir vanlíðan vinkvenndanna voru alltaf ,,fáðu þér bara sopa!". Ef hlutirnir voru einstaklega slæmir þá var það ,,förum á barinn" og í neyðartilvikum ,,fáum okkur SKOT!". Þetta skot-virkaði og röltum við í góðri stemmningu uppí Þynnkukofa eftir djammið eftir svaðalegustu korter-í-sex stemmningu sem ég hef upplifað. Næstum eins og að koma aftur til Spánar. Líkt og hendi væri veifað fríkkaði allt kvennfólk sem eftir var um 600% og hélt ég að það væru takmörk fyrir viðreynslum á jafn stuttum tíma (korteri) en boy, how I was wrong. Þegar í kofann var komið, eftir stutt stopp og pylsuát á Select, skemmtum við Miss Loove okkur við að hlusta á ansi hávært útvarpsleikrit í fimm þáttum en sofnuðum á endanum. Alveg dottin inn í djammpakkann þessa dagana sem er ekki gott þar sem ég þarf að læra dauðans mikið (FIMM ritgerðir og fjögur próf) og á engan pening. Get samt ekki að því gert að hlakka til helgarinnar...










sunnudagur, mars 27, 2005

Rauðvín og rjómatertur.
Stórhátíðir eru svo fjölskylduvænar. Maður hengur heima heilu dagana og sturtar í sig sælgæti og stórsteikum. Horfir á væmnar vesturheimsmyndir og ræðir pólitík. Var rétt í þessu að snæða dýrindis nautasteik með meðlæti og risavaxna rjómahnallþóru í eftirrétt. Síðan er það honum föður mínum að kenna að gefa mér vín með matnum (enda er ég formlega orðin hluti af "fullorðna fólkinu") þannig að núna langar mig á djammið. Sit, eilítið létt, með lappann í annarri og kaffibolla í hinni og skipulegg djammið. Fjölskylduhátíðinni lýkur nebblega formlega klukkan 12 en þá má unggæðileg skemmtun taka völdin. Enda er Baðhúsið lokað yfir páskana og því bara holl og heilbrigð líkamsæfing að fara á smá tjútt. Jafnvel spurning um að skella sér í hælaskónna. Það æfir nefnilega kálfavöðvana svo vel. Nú skal sko dansað af sér rassgatið!










miðvikudagur, mars 23, 2005

Tvíburinn.
Líf mitt er nokkuð fjölbreytt. Suma daga er ég moldrík og óendanlega hæfileikarík fegurðardrottning, með aðdáendur á hverju strái og peningaslóð á eftir mér. Alveg hreint rosalega vinsæl. Stundum gef ég út plötur sem vinna til Grammy-verðlauna eða leik í óskarsverðlaunakvikmyndum en annars læt ég mér nægja að taka þátt í Ædol. Mér finnst líka rosalega gaman að ferðast til framandi staða, læra tungumál Pygmía í Afríku, vingast svo við höfðingjann sem gerir mig að veiðimanni, setur á mig frumbyggjatattú og ég verð æðislega brún. Þegar ég er menningarleg gef ég út metsölubækur eða fæ rannsóknarstyrki og tíur á öllum prófum. Daga sem reglulega vel liggur á mér er ég súpermann og þegar ég nenni ekki að labba upp brekkur get ég flogið. Fljúgandi teppi virka líka. Stundum skjóta leyniskyttur á mig þegar förinni er heitið gangandi að kvöldlagi og það hefur komið fyrir að ég sé ægifagur eða rosalega ljótur betlari, að dauða kominn, sem labbar í átt að kastalanum sér til bjargar. Stundum er ég líka prinsessa eða yfirmaður sem hendir í fangelsi eða neitar að ráða þá sem eru vondir við mig. Í dag tók ég þátt í kapphlaupi upp á líf og dauða þar sem stigamenn eltu mig um Grafarvoginn í skokkgallanum. Ég komst undan en það var erfitt..










föstudagur, mars 18, 2005

Klikkun.
Sit lasin í tíma. Nenni ekki að fylgjast með. Á eftir að gera fimm ritgerðir og læra undir lokapróf sem nálgast óðfluga. Ekkert af vinkvenndum mínum ætlar út í kvöld. Er ekki skráð í vísindaferðina. Er veik. Langar ógeðslega mikið að djamma. Á vodkaflösku úr fríhöfninni. Ætti ég ekki bara að skella mér út?! Það er kúl að djamma einn. Mig langar til Sala....










miðvikudagur, mars 16, 2005

Viva Espania.
Félagsfræðilegar athuganir mínar í undangenginni Spánarferð staðfestu grunsemdir. Þrátt fyrir að fegurðarstig norrænna kvenna hækki um 5 stig við það eitt að stíga á spænska grund rís stuðullinn um heil 1.000 stig sé viðkomandi ljóshærður. Hlíbbið fékk þó þann heiður að vera eina blond-beibið í hópnum að þessu sinni enda er ég orðinn alvörugefinn og dökkhærður háskólanemi. Annars þá var ferðin alveg óviðjafnanlega skemmtileg. Salamanca er enn máluð í rósrauðum bjarma í mínum hugarheimi. Svolítið skrítið að koma þangað fyrst aftur. Allt eins en samt eiginlega ekki. Komst þó fljótt aftur í Salamancagírinn og langar núna að búa þarna. Skil ekki af hverju í ósköpunum ég fór þaðan til að byrja með. Ef ykkur langar í nánari ferðalýsingar þá bendi ég á síðuna hennar Hlífar en hún fjallaði ýtarlega um unaðsstundir okkar þessa helgi. Aumingja litla ég er hinsvegar orðin lasin og hef ekki orku í frekari bloggskriftir. Nældi mér í illvíga pest í London og hélt henni niður alla ferðina með rót-sterkum flensutöflum sem keyptar voru í Lundúnum. Núna eru pillurnar búnar og ég sit heima lasin og hjartalaus. Dóná rennur útúm nasir og hjartað er einhversstaðar í útlöndum. Aumingja ég.










fimmtudagur, mars 10, 2005

London beibí.
Erum búnar ad eiga aedislega tvo daga í Lundúnarborg. Byrjudum med hvelli og fórum á svadalegt ethnískt djamm. Chelsea/Barcelona leikur á breskum pubb med fótboltabullum, latin dansstadur og underground jamacan klúbbur med R&B tónlist og engum Jamacabúum. Mjog spes. Pósadi sem Sandra Bullock á forsýningu Miss Congeniality 2, fékk tvo bónord frá hóp af litlum 15 ára strákum og eitt bod um ad leika í klámmyndbandi. Núna erum vid ferdafélaginn hinsvegar staddar í Madrid hjá henni Hlíf og er stefnan tekin á Salamanca á morgun. Thessvegna hongum vid hér á netinu eins og lúdar en vid thurfum ad tékka á rútuferdum. Núna er thad hinsvegar raudvín. Salut!










sunnudagur, mars 06, 2005

Solamente dos diaz hasta ESPANA.

Ég er að fara til úglanda á þriðjudaginn.. ekki þið..ligga-ligga-lái. Förinni er heitið til London þar sem við ferðafélaginn gistum í tvær nætur hjá írsku eintaki af Bridget Jones og síðan er förinni heitið á fornar slóðir. Til Salamanca. Þeir sem þekkja mig vita að í mínum huga er ekki til betri staður á jarðríki enda hafa ófáar setningar um mi vida.. mi corazon.. mi amor.. verið sagðar þegar þennan yndislega stað ber á góma. Ég hef ekki farið þangað síðan ég kvaddi borgina í táraflóði fyrir hjartnær þremur árum. Núna ræð ég mér ekki fyrir tilhlökkun og það besta er að ég fer þangað með tveimur af fjögurra laufa smáranum síðan á Spáni. Verður sennilega nostalgíu ferð aldarinnar. Og ég hlakka svo til að ég er að springa. Hef enga einbeitingu í lærdóm þannig ætla að fara með pabba og finna bíl. Minn bíl. Fyrst ég get ekki verið fasteignaeigandi þá get ég allavega verið keyrandi meðan ég bý í sveitinni.










laugardagur, mars 05, 2005

Árshátíð Fróða.
Þessi tímamótaskemmtun átti sér stað í gærkveldi og tókst bara bráðvel. Salurinn var glæsilegur með fagurbleikum skreitingum skreytingarnefndarinnar og fólk lék á alls oddi. Veislustjórinn okkar, hann Kristján Pálsson, stóð sig framar öllum vonum (sem þó voru miklar) og var eins og atvinnuveislustjóri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var hress, slátraði nokkrum vínglösum og flutti ræðu þar sem hún kom út úr skápnum sem sagnfræðingur og vildi setja Kristján Páls í kynskiptiaðgerð. Kennarar og nemendur tóku lagið, sumir fluttu ástardúetta og aðrir kváðu rímur. Dregið var í happadrætti en ég var mjög súr að vinna ekkert. Síðan var haldið á Þjóðleikhússkjallarann til fundar við restina af Hugvísindadeild Háskólans og partýinu haldið áfram. Rakst svo á brósa við sólarupprás, vel tussulegan og þreyttan eftir vakt á Brennslunni og lét hann skutla mér heim. Afar hentugt að hafa svona leigubílstjóra. Mjög gott kvöld og gríðarleg skemmtun nema að ég týndi leðurhönskunum mínum. Mjög sorgmædd yfir því.










miðvikudagur, mars 02, 2005

Oj.
Er að leggja lokahönd á lélegustu ritgerð í sögunni. Skilafrestur klukkan 8 í fyrramálið. Fékk skyndipróf til baka í dag, útkoman var fimm. Meðaleinkunin var þó fjórir komma fimm þannig ég er þó enn yfir meðalmennskunni. Vitsmunalegir yfirburðir mínir virðast vera í fríi enda menntavegurinn minn orðinn eitthvað grýttur þessa dagana. Hvar er þessi beini breiði sem ég sigldi á í fyrra? Er orðin syfjuð en get ekki sofnað sökum koffíns. Langar að klára ritgerðina en engin orð fæðast. Sit og stari á skjáinn. Stari endalaust út í bláinn.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter