laugardagur, mars 29, 2003

Nei oj ég vil ekki vera Sophisticated Barbie... ætla að taka prófið aftur..... Second try... og ég er raunverulega.....:Jessss hörkufélagið!


-Og ég er......


You are the Sophisticate Barbie! You like to dress up and surround yourself by beautiful people. This makes you feel important. You like things like getting your hair done, nails done, etc. Unless you're a guy, and then...well, you probably shouldn't be taking this quiz anyway.
Hehe var úti í mat með Ástu. Litla elskan var svo þunn að ég sá í gegnum hana á borðið fyrir aftan okkur. Úff hvað ég er fegin að það var vinnuhelgi. Pant ekki vera þunn. Samúðar kveðjur til þín Ásta mín *koss og knús*


ÁFRAM EUROVISION!!!!

Fór á Eurovision sýninguna á Broadway í gær. Stök snilld !
Pakkfullur salur og allir í gríðarlegum fíling. Perlur eins og Nína, Sókrates, Gleðibankinn, Diva, Fly on the wings of Love og fleiri voru tekin með glæsibrag og við góðar undirtektir áhorfenda. Kaldlindir Íslendingarnir voru meira að segja farnir að syngja með og dilla öxlunum í sætunum. Og fólk var ekki einu sinni orðið ofurölfi! Engir ælublettir eða brotnir stólar. Þetta kalla ég einstakan árangur og þori að ábyrgjast að hann náist aldrei nema undir afar einstökum kringumstæðum. Mín persónulega skoðun er líka að allir, já ALLIR Íslendingar hafa gaman af Eurovision! Það er bara spurning hvort þeir viðurkenna það eða ekki..
Hápunktur kvöldsins var svo þegar annar kynnirinn, nebbninlega hún Selma "okkar" Björnsdóttir, stökk útá gólf í miðri syrpunni af All Out of Luck og tók yfir. Undrunar/reiði svipurinn á gellunni sem var að syngja var óborganlegur!! "Hvað í andsk$%&#" er hún að stela laginu mínu" heheheheh ;)
Selma var nú samt flottari en hún og rúllaði þessi algerlega upp.
Þykir miðúr að tilkynna það að þjónustan á Broadway var því miður hinsvegar ekki jafngóð og sýningin....
Um það bið 45 mínútna bið var að komast að afgreiðsluborðinu þrátt fyrir að einungis 10-15 manns hafi verið í röð. Einhverjar gellur fyrir aftan okkur náðu svo að blikka dyravörðinn og hann fór persónulega í það verkefni að redda þeim framfyrir okkur. Maður heyrði margar hryllingssögur í þessari röð og var farin að myndast ágætis stemmning hjá raðarfólkinu (fyrir utan beyglurnar fyrir aftan). Ein stelpan hafði keypt miðann á netinu fyrir 1.990 en hafði verið rukkuð um 19.900 í staðinn. Hvað er eitt núll á milli vina?? Annar hópur fann ekki miðana sína og þar frameftir götunum. Svo kom loks að okkur, þá fannst nú bara engin pöntun, engir boðsmiðar og ekki neitt. Gellan í miðasölunni vildi lítið fyrir okkur gera og sagði okkur bara að koma aftur klukkan 11 í sýninguna, enginn matur fyrir ykkur elskurnar! Náðum eftir dálítið stapp að tala við einhvern yfirmann og eftir sirka 20 mínútna símasamtal við hann var okkur boðið til sætis. Við fengum þau "góðu" sæti að vera bakvið stærstu súluna í húsinu þegar allir aðrir voru byrjaðir á aðalréttnum. Jæja, maturinn var nú fínn en þjónustustúlkan okkar átti eitthvað slæman dag og var ekkert einstaklega viðmótsþýð í framkomu. Hefur vafalaust verið pirruð yfir þessum "auka"gestum sem á hana bættust, stökk ekki bros og skellti diskunum á borðið. Við gerðum nú bara gott úr þessu, hlóum að pirruðu gellunni og fluttum okkur um borð þegar sýningin byrjaði og skemmtum okkur hið besta yfir henni......
.... svo ætluðum við að fara heim....
Tók þá við hin víðfræga "röð" í fatahengið. Maður var búin að vona að meðal fullorðins fólks þá yrði þessi reynsla líkari röð en dauðagildru þar sem allir keppast um að troða sér að borðinu (Menntaskólaböll!! *hrollur*) og varð það eftir. Þrátt fyrir manngrúa komumst við að eftir sirka 5-10 mínútur en þá var líka gamanið farið að kárna. Fína frúin sem var í fatahenginu var nú bara hreint ekkert á því að hleypa okkur útur húsi. Ekki veit ég hvort við Soffía vorum svona sætar að hún hreinlega tímdi ekki að hleypa okkur út en eitt er víst að hún tók ALLA framfyrir okkur og þar með talið fólk sem nýbúið var að valsa í hús og vildi fá að geyma. Eftir á að giska korters bið fyrir framan frúna var þolinmæðin á þrotum og reyndum við að ávarpa drottninguna. Allt kom fyrir ekki, hún lét ekki svo lítið að horfa framan í okkur hvað þá meira, hvort heldur sem ávarpið var kurteisislegt (eftir 15-20 min.bið) eða ekki (>20)! Fengum þó fararleyfi að lokum og komumst heim

Einkunagjöf kvöldsins:
Sýningin fær 10 af tíu mögulegum en þjónusta, afgreiðsla, skipulag, sætaskipun -10
Bottomlinið, mæli með sýningunni en ekki myndi ég borga krónu til að fara á þennan stað! (sorrý Sigga)


föstudagur, mars 28, 2003

Spákarlinn minn sagði mér margt og merkilegt.
1. spáði mér frægð, frama, ríkidæmi og hamingju. Ok ok kannski ekki alveg en hann sagði allavega að ég myndi ná árangri á hvaða sviði sem ég færi inná og að "það yrði tekið eftir mér". Spáði mér "velgengni" og "alsnægtum" í framtíðinni. Hummmmm ekki slæmt :)
2. Ástin er handan við hornið....... -og í formi eins stykkis karlmanns! Fór meira að segja útí útlistanir á þeim herramanni, 3-4 árum eldri en ég, sjálfstæður atvinnurekandi ofl..Þessi umræddi herramaður á að vera hornsteinninn í fjölskylduumhverfi mínu, s.s. væntanlegur eiginmaður hvorki meira né minna! Þannig að.......
-ef þú ert karlkyns, nokkrum árum eldri en ég, átt lítið fyrirtæki og langar ekki að binda þig eða gifta í framtíðinni..... EKKI reyna við mig! ;)
3. Ég verð mjög langlíf og mun líklega lifa ykkur öll greyin mín, -en þarf að huga betur að heilsunni. Hápunkturinn á "tilfinningalegum þroska" mínum verður á þrítugsaldrinum og hápunktur ferils míns milli fertugs og fimmtugs. Afar áhugavert.
4. Hef mikla hæfileika í öllu sem er skapandi og listrænt, ritsmíðum, tungumálum, félagsstörfum, viðskiptum og stjórnunarstörfum Ég á að vera sjálfstæð og skipa en ekki vera skipað fyrir. Mjög ánægjulegt :þ

Var frekar ánægð með spána þegar hér var komið sögu enda sagði maðurinn ekkert nema gott og hrósaði hæfileikum mínum og mér sjálfri í hástert...... núna hinsvegar fór að halla undan fæti.....
4. Ég á að passa mig á svikulum vinum og ekki treysta fögrum orðum þeirra.
5. Ég á líka að passa mig á peningum, ég er OF greiðvikin við vini og vandamenn og þeir færa sér það í nyt og misnota.
6. Ég á að hætta að bíða eftir að góðir hlutir og lífið sjálft leyti mig uppi. Ég verð að taka þátt í því líka
7. Má samt ekki vera of stessuð og flýta mér um of að fullorðnast og taka fljótfærnislegar ákvarðanir (eins og hefur borið við að undanförnu......)

Jæja held ég deili nú ekki meira með ykkur sem þessi ágæti maður sagði í bili. Spennandi hvort þetta gangi allt eftir.....þriðjudagur, mars 25, 2003

Ég á pantaðan tíma hjá galdramanni á morgun.
Ég fékk tilvísun í þennan ágæta "galdramann", eða öðru heiti talnaspeking og spámiðli, hjá samstarfskonu minni á hótelinu. Hún bar honum vel söguna og sagði ALLT hafa ræst sem þessi ágæti maður hefði sagt henni. Núna bíð ég spennt eftir því hver mín framtíð verður....Skildi hann ekki sjá peninga, frægð, frama og dökkhærða menn á hvítum hestum??
Eiga ekki öll ævintýri að enda þannig?


Ohh það er svo erfitt að ákveða hluti. Hvort á ég að gista í hóteli eða hosteli í London?? Upphaflega planið var bara að gista sem ódýrst. Finna sér ódýrt og crappy hostel þar sem gist er með 30 manns í herbergi og kamri deilt með 100 manns. Erlu Londonfélaga leist eitthvað illa á það plan og heimtaði hótel. Snobbgella, kallaði ég hana en það versta er að núna er ég farin að skoða hótelsíður á netinu og athuga með hluti eins og herbergisþjónustu, þrif, sjónvarp, minibar, hárþurkur og fleira......... Hver er núna snobbella? Hugsa að endinn verði sá að við gistum á Hilton. Við erum slæmar saman ég og Erla, endum alltaf á því að deyja áfengisdauða niður í bæ þegar við ætlum upphaflega "rétt að kíkja út", fara út að borða á Ítalíu þegar við ættum bara að fara heim og fá okkur jógúrt og þar fram eftir götunum. Jebb, Hilton er óumflýjanlegt.;)


mánudagur, mars 24, 2003

Til hamingju með síðurnar Ástin mín eina og Auður litli kindasauður..... Velkomnar í bloggheima :)

Og til hamingju ég fyrir að hafa sett upp kommentkerfi!!! -Og gerði það sko alein og óstudd að þessu sinni (Ýkt stolt sko ;))


Ég er hætt að djamma! Hætt,hætt,hætt,hætt!!!!!!!
Í þetta skiptið varð harmleikurinn af völdum heittelskaðra stígvéla minna (eina ferðina enn). Þetta samband míns og skófatnaðar er eitthvað meira en lítið furðulegt. Einna helst væri hægt að líkja þessu við ástar/haturs sambands og er þá hatrið ástinni yfirsterkara í augnablikinu. Þessi 9 pör (já 9) sem ég á virðast leggja sig fram um að gera mér lífið leitt. Þessa helgi sviku uppáhalds, gömlu góðu stígvélin mig og ákváðu að fara í sjálfstætt ferðalag. Eða nánar tiltekið hællinn......
Þar sem þetta er eiginlega ekki einleikið, en alls hefur mér tekist að skemmileggja fjögur pör seinasta árið hef ég ákveðið að láta harmasögu mína og brotinna hæla fylgja......

Stígvél nr1: Salamanca 2002-Irish Rover.
Það var nýja fína 22.000 króna stígvélið mitt sem fór fyrir lítið. Hællinn flaug af (ekki viss hvar, hvenær eða hvernig sökum annarlegs ástands..) á uppáhaldsstaðnum mínum í Salamanca. Skreið útum öll gólf leitandi að hælnum og plataði hálfan staðinn til að skríða með mér en fór fyrir lítið. Hló mikið að þessu, ákveðin í að láta þetta ekki stoppa mig í djamminu og hoppa/skakklappast/dansa útum allan bæ á einum 10 sentimetra hæl til klukkan 8 um morguninn.

Stígvél nr2: Október 2002- Kaffi Victor.
Í þetta skiptið voru það brúnu, tvílitu stígvélin, botninn á öðrum hælnum flýgur af í miðri danssveiflu á Victor en tekst að finna hann aftur. Aftur, harðákveðin í að láta þetta ekki skemma djammið og held ótrauð áfram fram í dögun...

Stígvél nr3: Nóvember 2002- Laugarvegurinn.
Var annað stígvélið hennar SIGRÚNAR -sem ég nota beni keypti handa henni og átti ekki að vera í. Við vorum í partýi og fröken Sigrún tekur vitlaust stígvél (já í eintölu!) niður í bæ. Þannig ég enda á sitthvorum skónum og "auðvitað" flýgur hællinn af hennar stígvéli af á miðjum Laugarveginum og ég á andlitið. Á þessum tímapunkti var mér hætt að finnast þetta á einhvern hátt skoplegt og reiðin tók öll völd. Hælnum grýtt í ólánsamt fólk hinu megin götunnar, öskraði á stelpurnar sem sýndu ekki tilhlýðilega samúð heldur grenjuðu af hlátri og strunsaði burt í fýlu. Kvöldið ekki algerlega ónýtt, var búin að ná að fara á Celtic, Hverfisbarinn og Tres Locos áður og svo náði ég að plata riddaralegan ungan herramann til að borga fyrir mig leigubílinn.

Stígvél nr4: Seinasta helgi- Laugarvegurinn.
Tvílitu brúnu stígvélin AFTUR (var sko búin að gera við þau). Núna fékk ég sko engan tíma til skemmtunar, flaug á hausinn sirka 5 mínútum eftir að við komum í bæinn og helv$&% hælinn af. Varð ekki glöð, varð ekki reið heldur bara leið. Fór að skæla og fór í fýlu. Fannst lífið ósanngjarnt. Neitaði að gera gott úr þessu þrátt fyrir að stelpurnar hafi verið góðar og ekki hlegið að mér (þrátt fyrir ærið tilefni!) og reynt að hugga mig. Fór ein heim í leigubíl klukkan tvö og þurfti að punga út 2.250 krónum fyrir það ferðalag.

-Mér hrís hugur við hvað skeður næst... Kannski ætti ég bara að losa mig við hælasafnið? Einhver sem býður í það???? ;)


laugardagur, mars 15, 2003

LONDON BEIBE!!
Ég er að fara til London liggaligga lái.. -ekki þið! Múahahahahahahahahahaaaaaaaaa
Já allavega...... ég fékk semsagt svona líka ansi skemmtilegt tilboð í vinnuna, flug til London fyrir 10.þúsund kall og er ferðinni því heitið til fyrirheitna landsins (öðru nafni Lundúnaborg) þann 18. apríl. Þáttakendur eru: ÉG, "Tálkvendið" "The litle funny one" og svo er "Frk.Venjó" að velta málinu fyrir sér....
Flogið verður á föstudaginn langa (sem við munum að sjálfsögðu halda hátíðlegan með tilheyrandi föstum og sorg) og komið heim á annan í páskum. Ég hlakka allavega alveg ógesslega til og munum við sko mála London skær-rauða ef ég þekki okkur rétt!!
Allir sem vilja óska mér til hamingju eða öfundast endilega skiljið eftir skilaboð í gestabókinni ;)


fimmtudagur, mars 13, 2003

Híhíhí.... Var að skoða fyndnustu síðu í heimi!!! Og við þykjumst óheppin með indversku prinsessuna.......
Tékk it át! ACIAN PRICE


mánudagur, mars 10, 2003

Svona til að valda ekki aðdáendum nördaskapar míns vonbrigðum þá er hér meðfylgjandi ein lítil saga eftir helgina......
Ég er nýbúin að kaupa mér alveg geggjað flotta skó í Bossanova. Afskaplega fallegir og með afskaplega háum hæl. Varð samstundist ástfangin og festi kaup á þeim med de samme. Umræddir skór voru svo notaðir einmitt á laugardaginn en var notandinn búinn að gleyma því af hverju hann gengur ALDREI í hælaskóm og hefur ekki gert síðan um 17 ára aldurinn! Eftir að hafa labbað eins og miður fimlegur stekkjastaur í byrjun kvöldsins var Gerði farið að verkja allverulega í fæturnar.. Stekkjastaur færðist verulega í aukana og þegar tekið var að líða á kvöldið var mín kona hætt að geta labbað og var BORIN á háhesti allra sinna ferða. Auður mín, færi ég þér hérmeð mínar innilegustu þakkir fyrir farið.. Á búllunni (Victor) dansaði Gerður "gella" svo bara á tánum og lét sig ekki muna um það að skokka léttfætt útí bíl og í kebabhúsið berfætt. Þegar ég vaknaði næsta dag var það við miður falleg öskur frá móður minni þar sem hún benti mér "kurteislega" á svört för úti um allt hús.. Ég hafði semsagt ákveðið að rölta um allt húsið þegar heim var komið og merkti mér þann göngutúr vandlega. Hvíta fallega sængurverið mitt var svo heldur ekki hvítt lengur heldur köflótt og lappirnar á mér litu út fyrir að tilheyra svertingja.
-And people wonder why I´m single.....


Híhí... ;) Þrátt fyrir stór orð um djammfrí og áfengispásur endaði mín í niður í miðbæ um helgina.
Hóf kvöldið með matarboði hjá ömmu og afa, tróð mig út af hamborgarahrygg, gratíneruðum kartöflum og ýmsu góðgæti... Maður færist nú líka upp í veröldinni þar sem MÉR var boðið vín með matnum, formlega komin í fullorðinna manna tölu núna ;)
Var síðan sótt af elskunni minni einu, henni Ástu skásktu, afa til sárra vonbrigða þar sem hún reyndist ekki vera 1 stikki stæðilegur karlmaður.. Hann er farinn að örvænta fyrir mína hönd kallgreyið og er loksins farinn að gera sér grein fyrir að það verða engin barnabörn frá mér á næstunni. Fórum svo á Vegamót og hittum þar Hlíf og Auði. Sátum þar í mestu makindum þegar einhver ákveðin "skötuhjú" birtust sem þrumur úr heiðskíru lofti með stærstu tequilastaup í geimi og skipuðu mér að drekka. Nú, þar sem ég er og hef alltaf verið hlíðin og góð ung stúlka þá hlýddi ég bara og drakk í botn. Skötuhjúin létu sig svo hverfa en hitti þau aftur á Celtic Cross þar sem fleiri tequilastaupum var stútað og var svo stefnan tekin á einn af snobbbörum bæjarins 101 BAR. Mikil vonbrigði með þann bar samt, sá engan frægan, ekki einu sinni neinn sem var í seinasta Séð og Heyrt. Iss piss, snobbbar hvað! Auði tókst svo að týna/láta stela af sér símanum og upphófst mikil leit að honum inni á 101. Hún dró mig síðan á Celtic að leita þar en skötuhjúin, öðru nafni Hulda og Ragnar, fóru á Dillon að mig minnir.... Auður dregur mig svo á búllu dauðans, öðru nafni VICTOR. Að ég skyldi hafa látið draga mig þangað er mínum skilningi ofvaxið! Hvílíkt samansafn af N-Afríkubúum, Portúgölum með gullkveðjur og bara sveittum gömlum körlum yfirhöfuð. Bjakk! Tónlistin var nú samt ágæt og náði ég að vingast við DJinn á þessum hálftíma sem við vorum þarna inni og fá uppáhaldslagið mitt um þessar mundir spilað (æi indverska lagið þið vitið... -úr Bend it like Beckham).


fimmtudagur, mars 06, 2003

Úff stess!
Ok ég geri mér grein fyrir að ég lofaði fyndnum nördasögum af sjálfri mér í næstu greinaskrifum en þær verða bara að fá að bíða aðeins (getur varla verið löng bið eins og allir sem þekkja your truly vita)

Allt í einu þá er ég búin að gera mér grein fyrir að ég er í alvörunni að fara til Asíu eftir einungis 2 mánuði! Mikið er tíminn fljótur að líða! Er ég í alvörunni búin að vinna sem lobbýrotta í 7 mánuði og er í alvörunni ár síðan ég var úti í Salamanca? Er sumarið í alvörunni að koma og er ég í alvörunni að verða 22 ára gömul? Á mínum aldri var móðir mín að skipuleggja brúðkaup og barnaeignir, -ég lofa sjálfri mér að fara ekki á fyllerí næstu helgi!

Hræðslan við að fara ein til Asíu er að byrja að láta á sér kræla. Kannski hefur stríðsáróður míns elskulega föður eitthvað þar að segja en hann notar hvert tækifæri til að tala um Íraksdeilur, væntanlega heimsstyrjöld í austri, vændishringi, mannsal og hvítt þrælahald. Útlitið er dimmt fyrir einmanna ljóshærða mey frá Íslandi...
Ég veit svosem að ég á ekki að taka of mikið mark á þessum dómsdagsspám en þið gerið ykkur vonandi grein fyrir að þið eruð að tala um stúlkuna sem grét söltum tárum í koddann kvöldið áður en hún fór til Spánar og skildi ekkert í sjálfri sér að vera að leggja útí þessa "vitleysu". Og sjá, -hversu vel rættist svo úr "vitleysunni"!
Breytir engu um það að þetta er stórt skref fyrir litlu pabbastelpuna mig, hugsa að umrædd pabbastelpa hafi örugglega ekkert nema gott af því að standa á eigin fótum og gera sína eigin hluti. Hugsa það, vona það. Jújú ég VEIT það! :)
miðvikudagur, mars 05, 2003

Já já, hástemmt og pólitískt ég veit en stundum verður maður aðeins að fá að blása...... Lofa að skrifa eitthvað merkingarlaust og fyndið næst -bíð þangað til ég dett niður af stól eða eitthvað ;)


Hvað er málið!
-með Bandaríkjamenn þessa dagana?!?
Það er eins og þessi blessaða þjóð lifi í einhverjum öðrum heimi heldur en við hin, -í heimi sem á meira sammerkt með Independance Day heldur en okkur hinum. Sjálfumgleðin, hrokinn og hræsnin koma manni endalaust í opna skjöldu.

Ég horfði á Jay Leno í gær og var hann að tala um "nýju" World Trade Center bygginguna, þar á víst að koma einhver stóreflis turn (aftur) og lagði hann til að Sameinuðu Þjóðirnar fengju skrifstofur efst í turninum og þá myndu þær ef til vill skipta um skoðun varðandi stríðið í Írak. Já, já Jay minn, Evrópa, evrópubúar og önnur ríki Sameinuðu Þjóðanna vita langtum meira um stríð heldur en þið, þessar þjóðir hafa upplifað hörmungar í sínu eigin landi en ekki þið! World Trade Center er það versta sem komið hefur fyrir ykkur en er eins og dropi í hafið sé litið á manntjónið sem BANDARÍKJAMENN eru búnir að valda víðsvegar um heim svo áratugum skiptir. Langsamlega fleiri dóu í "friðarstríðinu" í Afganistan heldur en í 9/11 og margfalt fleiri munu deyja í væntanlegu stríði í Írak. Vissuð þið það að Bandaríkin og Bush forseti 1 voru kærðir fyrir stríðsglæpadómstól eftir fyrra stríðið í Írak??
-Nei alveg örugglega ekki af því það mál var þaggað niður eins og flest slæmt sem tengist þessu ágæta ríki. Bandaríkin eru stærsti hryðjuverkahópur heims, veruleikafyrrt auðvaldsríki sem gerir ekkert nema skara eld að sinni köku og blekkja sína eigin íbúa sem og önnur ríki með áróðri. Harðstjóri og hriðjuverkaógn frá Írak? Ónei, þetta er spursmál um olíu og áhrif þeirra í Mið Austurlöndum. Hvað er Sharon ef ekki harðstjóri og kúgari?

Halelúja, lofaður sé Allah og allt það. Ætti maður kannski að gerast múslimi og ganga til liðs við Al-Quaida?? -Nei samt, fengi örugglega ekki að vera stríðsmaður... yrði bara skellt á mig blæju og hent í eldhúsið einhversstaðar... hummm... þarf að endurskoða þetta plan...... ætli þeir taki við peningaframlögum? ;)


laugardagur, mars 01, 2003

Ég HATA morgna!
Ég hata að vakna klukkan 7 á laugardögum og taka strætó í vinnuna þegar allt eðlilegt fólk er í leigubíl á leiðinni heim. Ég hata að sitja í þessu ljóta lobbýi og brosa framan í heimska Ameríkana þegar mig langar helst að rífa af þeim barnalegt sakleysisbrosið. Mín framtíð verður þar sem ég þarf ekki að vakna fyrr en ég vil og þar sem ég má hvæsa á þá sem mér hentar, þegar mér hentar. Frábið mér einnig kvöld og helgarvinnu.... Come to think of it.. kannski gerist ég bara atvinnuleysingi, róni eða aumingi, sæki um bætur og hangi á Hlemmi. Hljómar ekkert svo illa. Fæ að sofa þegar ég vil og svo eru kardimommuudropar á tilboði í Bónus.


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter