fimmtudagur, október 28, 2004

Busy bee.
Jæja þá er þessi blessaða verkefnavika loksins búin. Reyndar lengdi ég mína um 2 daga af því mér tókst ekki að klára allt sem ég átti að gera en hvað um það.. Rimpaði af tveimur heimaprófum, einni ritgerð og tveimur fylleríum á einni viku. Finnst það bara nokkuð vel að verki staðið. Síðan er það glaumur og gleði um helgina, kokteilboð í breska sendiráðinu á föstudaginn og djamm með kellingunum mínum á laugardaginn. Fleiri verkefni, ritgerðir og próf yfirvofandi þannig það er eins gott að skemmta sér meðan tækifærið býðst og tími gefst!


sunnudagur, október 24, 2004

Landsbankinn:Uncut.
Já eins og flestir hafa giskað þá var ég eilítið undir áhrifum þegar seinasta færsla var rituð. Ég tók mér semsagt frí frá heimaprófum, verkefnum og ritgerðum til að skella mér í vísindaferð. Förinni var heitið í Landsbankann, sem líkt og áður var getið, veitti ótæpilega af áfengi og tók ykkar elskuleg nokkra góða takta í bankahöllinni. Lenti einhvernveginn í samtali við bankastarfsmann sem reyndist vera besti vinur eins kennarans míns. Svosem ekki til frásagnar færandi nema hvað einhverra hluta vegna tilkynnti ég vininum umsvifalaust að þetta væri sko besti kúrs sem kenndur hefði verið í allri sögu Háskólans og að umræddur kennari væri bæði snillingur og fyrirmynd mín í lífinu. Skelfingarsvipur færðist yfir andlit vinarins en hann lofaði að bera þessi ofsafengnu lofsyrði til kennarans. Mikið hlakka ég til að fara í næsta tíma. Náði öðru innihaldsríku samtalið við samstarfskonu föðursystur minnar sem einmitt vinnur líka í Landsbankanum. Talaði við hana í góðar tíu mínútur og endurtók allan timann í sífellu að Hulda væri frænka mín. Fór svo á Dillon með sagnfræðinni, drakk meira, skellti á fólk í símann og ákvað síðan að taka síðasta strætó heim svo ég gæti farið að læra. Hljóp niður Laugarveginn með stuttu stoppi á Kebabhúsinu. Ryðst umsvifalaust fremst í röðina og heimta að starfsstúlkan geri þetta a.s.a.p því að ég væri sko að flýta mér! Næ strætó og sit alla leiðina uppí Grabba með andlitið ofan í kebabnum og sósu uppá allar kinnar. Kem svo loks heim en uppgötva að ég er læst úti. Vil ekki vekja foreldra mína sem eru þekkt fyrir að fara snemma í háttin og ákveð því að vekja frekar litlu systur til að hleypa mér inn. Safna steinum í töskuna, læðist fyrir aftan hús og tek að henda steinvölum í gluggann hennar. Litla systir er eitthvað lengi að fatta og drykkjusvínið ég er farið að vera óþolinmótt og tekur því að kasta sífellt stærri og stærri steinum. Eftir langa hríð birtist loks svefndrukkið og pirrað andlit móður minnar í glugganum sem tilkynnir mér fæstra orða það sé komin sprunga í glugga litlu systur og að hávaðinn af steinvölunum hafi ekki bara drunið um allt húsið og vakið heimilismeðlimi heldur einnig nágrannana. Litla systir, sem er nú ekkert svo lítil lengur, kom síðan heim rétt á eftir mér og eftir að detta í stiganum, hella niður kóki og restinni af kebabnum bít ég hana í öxlina. Síðan fer ég að sofa. Alltof þunn til að læra daginn eftir.


laugardagur, október 23, 2004

Fullur.
Var í vísó. Geðcveikt gaman. F'orum í Lndsbankann og þau voru afar arusnaleg. Drakk bala af hvítvíni. Sílðan Dillon en ég er að fara að læra a´morgun. HLJÓP í strætó en ekki fyrr en égvar gúin að kaupa kebab og kók. Góða nótt essskurnar....


fimmtudagur, október 21, 2004

Lúði.
Enn á ný baða ég mig í blárri ljósglætu tölvuskjásins um miðja nótt. Öll Reykjavík í fastasvefni -nema ég sem er með deadline á morgun. Ekki vei ég hvað það er í mínu fari en staðreyndin er sú að ég kem mér aldrei að verki fyrr en á allra allra síðustu mögulegu stundu. Gildir einu hversu langan eða rausnarlegan frest ég fæ. Það er ekki fyrr en að brækurnar eru komnar niður á hæla að Fröken Fix þóknast að taka upp bók eða penna. Yfirleitt hef ég þó skilað mínu skammlaust eftir andvökunætur og stress en það sem er farið að pirra mig í seinni tíð er að ef ég gæti bara komið mér fyrr að verki þá væri ég kannski að fá 10 í einkun í stað 8 eða 9. Fann reyndar upp ansi skemmtilega kenningu í dag. Að heilabú mitt sé einfaldega of gá"þróað" fyrir hinn almenna háskóla, þar af leiðandi gerir heilabúið það viljandi að byrja á seinustu stundu til að fá smá meira "challange". Þetta er því ekki leti heldur yfirburðagáfur..


mánudagur, október 18, 2004

Hennar konunglega hátign.

Helgin var alger snilld. Ása vinkona fagnaði 23 ára afmæli og bauð háaðli borgarinnar í konunglegt samsæti. Eins og eðalbornu fólki sæmir var skylt að mæta í konunglegum skrúða og hlýddu því allir sem einn. Mörg þjóðerni og tegundir mættu galvaskra í konungshöllina í Eskihlíð til að snæða mat og hlýða á klassíska tónlist. Eitthvað var fólkið í miðbænum þó að miskilja enda héldu allir að um gæsapartý væri að ræða en ekki eðlan uppruna boðsgesta.


fimmtudagur, október 14, 2004

LAUNCHcast Radio.
Vá hvað ég elska Yahoo. Ef þú ert með Yahoo messenger þá geturðu hlustað á mestu snilldartónlist á netinu og valið um marga marga tónlistarflokka. Uppáhaldið mitt heitir LatinPop, latneskt píkupopp og snilld hin mesta!! Er með þetta í headphonunum á full blast á Bókhlöðunni. Er komin í svo mikinn fýling að mig langar helst að rífa mig úr fötunum, hoppa uppá borð og dansa..


miðvikudagur, október 13, 2004

Pappírshattar og sykursjokk.
Hún Sigrún litla átti afmæli í gær og bauð nokkrum útvöldum einstaklingum í kaffiboð til að fagna hinum háa aldri sínum. Eitthvað held ég að daman sé að villast á aldrinum því hún var ekki að verða 3 ára heldur 23ja. Kaffiboðið var milli 3 og 5 í gær og þegar við mættum stundvíslega var tekið á móti okkur með fallegum pappírshöttum sem festir voru á höfuðið með gúmmíteigju. Því næst var sest til borðs en móðir afmælisbarnsins hafði staðið í ströngu í eldhúsinu og galdrað fram ýmsar kökutegundir. Upphófst nú mikið rifrildi um hvaða Shrek 2 persónu hver afmælisgestur fengji en þær prýddu kökudiska boðsins. Óp, skrækir, át og matarslagur einkenndi næstu 2 klukkutímana. Fyndið hvað sykurvíma kemur í bylgjum. Þessu var maður alveg búin að gleyma.


mánudagur, október 11, 2004

Alvörugefnasti háskólaneminn á svæðinu.
Í morgun var ég hluti af hóp hinna alvörugefnu háskólanema. Þeirra nema sem mættir eru á Þjóðarbókhlöðuna klukkan 8:00 í því skyni að taka lærdóminn föstum tökum. Grunar að megnið af þeim séu verðandi læknar og lögfræðingar eða allavega eitthvað álíka arðbært. Ég mætti semsagt á Bókhlöðuna klukkan 8:00, greinilega í fyrsta skipti sem það hefur skeð þar sem hún opnaði ekki fyrr en 8:15, algerlega að mér óafvitandi. Stóð því úti fyrir dyr Hlöðunnar í korter, æst að hefja lestur og lærdóm. Reyndar svo æst að ég skrópaði í tíma klukkan 10 því hann var svo leiðinlegur í samanburði við það sem ég var að gera. Það sem ég gerði var að lesa skáldsögu.


sunnudagur, október 10, 2004

Wimbledon.

Var að koma úr bíó með Eddu vinkonu. Sáum hina ógurlega stelpulegu mynd Wimpledon. Mjög sérstakt afbrigði af bíómynd, tennis, væmni og breskur húmor. Ótrúlegt hvað rétt klipping og tónlist geta gert.. meira að segja tennis verður spennandi. Ekki misskilja mig samt, þetta var mjög skemmtileg ræma. Önnur mynd sem ég ætla þó ekki að sjá er Exorcist:The Beginning. Hjartað sökk oní buxur á fyrstu sekúntum trailersins...


fimmtudagur, október 07, 2004

Með tár í augum..
Hef sjaldan verið eins dramatísk og í morgun. Eftir að hafa verið sparkað framúr rúminu við illan leik, grátið söltum tárum yfir morgunkulda, rifist við fjölskyldumeðlim og eytt 300 krónum í huggunarkaffi hjá Kaffitár var kominn tími á skólann. Stundvíslega klukkan 8:10 skundaði ég inn í aðalbyggingu Háskólans til að hlýða á vísdómsorð um Þjóðernishyggju og þjóðernisátök. Sitjandi í hnipri, íklædd vettlingum, húfu og trefli, rauðeygð með þreytutárin flæðandi úr augum, var ég óumdeilanlega sorgmæddasta hetjan á svæðinu. Þekki engan í þessum kúrs og enginn spurði því um orsakir táraflóðsins. Kannski hélt einhver að ég hefði rifist við Nígerískan ástmann minn, kannski flaug einhverjum strákanna í hug að maðurinn minn lemdi mig, ef til vill óttaðist túberaða eldri konan í sætinu fyrir framan að barnið mitt hefði greinst með krabbamein og læknirinn hringt rétt fyrir tímann. Það sem engan grunaði var að ég var bara morgunfúl með gamlar linsur...


miðvikudagur, október 06, 2004

Jessssss.
Var að velja skemmtilegasta ritgerðarefni í heimi. Ætla að fjalla um stríðið gegn hryðjuverkum, að sjálfsögðu á afar fræðilegan og hlutlausan hátt. Hélt það væru ekki svona skemmmtileg ritgerðarefni í boði en það var kannski af því ég var ekki búin að lesa listann. Fann alveg mörg. Hlakka geðveikt til að byrja!


þriðjudagur, október 05, 2004

Stuð.
Helgin var hin afkastamesta í djammlegum skilningi. Fór á Októberfestið á föstudaginn og endaði slefandi í dauðadái, ofan á borði á Stúdentakjallaranum, . Var send heim í leigubil. Þrátt fyrir heiftarlega þynnku, heitstrengingar um áfengispásur og lærdóm daginn eftir, endaði ég svo einhvernveginn með fullt af útlendingum í Gamla garði, vodkaflösku í annarri og bjór í hinni. Man lítið eftir því kvöldi en það var gaman skildist mér. Endaði í Þynnkukofanum, slafrandi í mig pizzu klukkan 7 um morguninn. Núna verður þessu að linna. Bogi, Örvar og hinir rónar bæjarins munu ekki sjá mig í "fýlingnum" á Hafnarkránni næstu daga heldur mun ég halda mig áfengislausa á Bókhlöðunni. Takk fyrir.


föstudagur, október 01, 2004

Ó helgi, ljúfa helgi....!
Á bara klukkutíma eftir í tíma og svo er skólavikan loksins búin!! Hlakka óendanlega, óumræðanlega til því greyið ég er búin að vera með einhvern skólaleiða þessa vikuna. Örugglega sökum þess að ég drakk ekkert áfengi seinustu helgi. En úr því verður bætt í kvöld!! Ekkert lær heldur bara tóm ánægja.
Gleðilega helgi öllsaman, hó, hó, hó...


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter