mánudagur, febrúar 28, 2005

Svarta hættan.
Ógn steðjaði að landamærum ríkisins í dag. Svarta ljónið var á vakt við landamærastöðina og tók málið engum vettlingatökum heldur tók sprettinn á eftir innrásarliðinu. Árásaraðilinn: smávaxinn, grábröndóttur kettlingur. Virðing ljónsins stórvaxna þvarr eilítið við að vera í beisli. Sérstaklega eftir að þessi konungur dýranna lét sig gossa niður af sólpallinum í miðjum eltingaleik og hékk þar í lausu lofti. Hættulegi njósnakötturinn þó víðsfjarri. Minn maður spígsporar nú stoltur um ríki sitt og ber stríðssár á loppu. Systirin horfir á hann aðdáundaraugum og sleikir sár hans en yfirljónynjan lætur sér fátt um finnast. Enda hefði kettlingsgreyið ekki lifað af hefði daman sú verið á vakt.


sunnudagur, febrúar 27, 2005

Mér leiðist.
Kannist þið við að hafa of mikið að gera og enda svo á því að gera bara ekki neitt? Dýrmætum klukkustundum er eitt í símavændi eða maraþon skriftum á MSN og manni hundleiðist þess á milli. Tvenn ritgerðardrög, ein ritgerð, önnur ritgerð, heimalærdómur, árshátíðarskipulagning, útlandaferð og sumardjobb hanga yfir hausnum svo fátt eitt sé nefnt. Sting hausnum undir stein (eða kodda) eins og strútur og læt allt hrannast upp. Fer í mesta lagi í ræktina. Rosalega hefði það hentað mér vel að vera uppi á dögum Jane Austin. Og að sjálfsögðu í yfirstétt. Eyða lífinu í fataval, bréfaskriftir, skemmtilestur, matarboð, slúður og partý. Rúsínan í pylsuendanum er svo þjónustufólkið og að vakna aldrei fyrir hádegi. En letilíf er víst fjarlægur draumur og nú sekk ég mér inn í orðræðu John Stuart Mill um Frelsið. Þetta er nú reyndar mjög spennandi efni ef mér bara tekst að reka letipúkann á brott.


föstudagur, febrúar 25, 2005

Næsti forsætisráðherra Íslands?
Loksins er ég komin í persónulegt samband við einhverja fræga manneskju. Ég er meira að segja með hana inni í pósthófinu mínu og hún veit hvað ég heiti. Ingibjörg Sólrún hefur nefnilega þekkst boð um að vera heiðursgestur árshátíðar félags sagnfræðinema næstkomandi föstudag. Við mættum galvösk úr nefndinni heim til pólitíkussins með boðskort og blóm og hittum þar fyrir eiginmanninn, íklæddan KR svuntu og veifandi trésleif. Kvöldmáltíðin var víst að brenna við hjá honum kallinum þannig okkur nefndarfólki var vippað inná gang meðan að matnum var reddað að hætti vaskra KR manna. Frúin sjálf var víst ekki heima en lofaði Hjörleifur að sjá um þetta mál og tókst svo bærilega að vekja upp árshátíðarspennu hjá ektamakanum að hún sendi okkur svar rúmlega 12 í nótt. Auðvitað gat hún ekki beðið enda sagði hún orðrétt að boðið gladdi hennar pólitíska sagnfræðingshjarta. Enda skiljanlega..


fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Sæææt.
Mikið er ég glöð. Eftir margar tilraunir og tvö ár hef ég loksins fundið mér hárgreiðslustofu. Þar er boðið upp á prófessional kaffi latte með sírópi úr vél, gæða hárnudd og síðast en ekki síst tlar hárgreiðslumaðurinn krúttaralega færeysku. Tóm hamingja hér á bæ enda finnst mér ég einstaklega mikil pæja í dag, sit á Hlöðunni og flaksa til hárinu svo minnir á Parkinsonsjúkling.


miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Hressandi.
Var í stjórnmálaheimspekitíma í morgun. Hannes Hómsteinn hefur hressandi skoðanir. Maður vaknar allavega alltaf í tímum hjá honum. Í dag staðhæfði þessi góðvinur Dabba Kóngs að alkahólismi væri ekki sjúkdómur heldur viljaleysi eða öðru nafni aumingjaskapur. Og sú trúa að um sjúkdóm væri að ræða væri blekking samfélagsins til að forða viljaleysingjunum frá því að horfast í augu við eigin aumingjaskap. Salurinn varð brjálaður. Ég flissaði bara, líkt og ofvaxin og kaffiþyrst smástelpa.


sunnudagur, febrúar 20, 2005

Hörkufélagið.
Um daginn sagði ég ykkur einfaldlingunum frá töffarafélaginu sem ég er í (og meira að segja einn af tvemur formönnum) er kallast hörkufélagið. Umsóknir hafa streymt inn undanfarna daga en sökum þess hversu exclusive félagið er munum við eingöngu taka inn 3 nýja meðlimi að svo stöddu. Sönnuðu þessir 3 einstaklingar hörku sína og töffaraskap á kosningavöku Röskvu þegar þær réðust að öllum karlkyns einstaklingum inná staðnum og fóru með línurnar I´ve been preparing my body for you ásamt tilheyrandi líkamstjáningu. Þarf ekki að fjölyrða um að þær stöllur voru vinsælustu kvennpersónurnar á staðnum. Bætist einmitt við gríðarskemmtilegur linkur á einn nýja lærlinginn okkar, hana Siggu, sem ekki er bara hörð heldur líka gáfaður og málefnalegur háskólastúdent og blaðakvenndi. Núna tekur við hjá þríeykinu erfiður og taugatrekkjandi tími í lærlingsfélagi klúbbsins þar sem þær, ásamt öðrum lærlingum, verða þjálfaðar af sér eldri og vitrari meðlimum og munu að lokum þreyta inntökupróf til að gerast fullgengir meðlimir hörkufélagsins. Idol hvað, hörkufélagið er málið.


þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Ó grát..
Tók rétt í þessu skyndiprófi í Samanburðarstjórnmálum og það gekk ekki vel. Mjög tríst þar sem ég er eyddi morgninum í að læra fyrir tímann. Núna er möguleiki minn á fullkominni 10 í einkunn farinn að eilífu. Er enn í þessum tíma en er komin í fýlu. Hugsa að ég skrópi.


mánudagur, febrúar 14, 2005

Valentínus smalentínus.
Frétti það einhversstaðar að það eigi víst að vera Valentínusardagurinn í dag. Fyrir utan það að vera vemmileg amerísk hefð þá finnst mér ósanngjarnt á hæsta máta að einhleypingar fái engan dag fyrir sig. Já, við erum sko alveg eins merkileg. Sting því upp á Degi einhleypra þar sem mikilvægustu manneskjunni í lífi einhleypingsins (honum sjálfum) er gert hátt undir höfði. Við alþjóðavæðingu hugtaksins verður dagurinn að sjálfsögðu nefndur Singles Day. Það má fagna deginum á ýmsa vegu, góður matur, ný föt, rómantískt kvöld með Hagen Dass ís og bók eða bara whatever lights your fire. Nú gætu sumir sagt að einhleypingar héldu upp á frelsi sitt um hverja helgi en ég harðneyta þeim rökum þar sem helgarnar snúast hjá flestum um hössl og áfengisneyslu sem er ekki uppbyggilegt til lengri tíma litið. Neibb, 15. febrúar er til að fagna ÞÉR og yndisleik þínum minn kæri einhleypingur.


sunnudagur, febrúar 13, 2005

Triple pleasure.
Samsöfnuð þynnka þriggja sólarhringa af ölæði og drykkjusvínslátum er ekki gleðileg. Að láta foreldra sína sækja sig daginn eftir og fara svo fersk í kringluna með ömmu er heldur ekki sniðugt. Hví, ó hví gerir maður sjálfum sér þetta? Hefði til dæmis getað lært, farið í ræktina, gert eitthvað menningarlegt, farið út í snjókast eða bara hvað sem er eiginlega. Núna verður þessu að linna. Ég er hætt að drekka. Alveg fram að næstu helgi.


laugardagur, febrúar 12, 2005

Joder.
Finn mig knúða til að henta inn einni færslu á þetta glæsilega blogg eftir yfirlýsingar um aukna virkni. Nenni samt varla að tjá mig þótt mikið sé frá að segja. Mikil virkni í kollinum sem skilar sér ekki út um munn (eða fingur). Allavega, fór á kosningadjamm á fimmtudag. Bæða Vöku og Röskvu. Hjálmar voru á Vöku og þeir voru snilld. Verð þó að viðurkenna að mér fannst fólkið á Röskvu meira minn tebolli. Hver nennir líka að púkka uppá endalausa runu af verðandi lögfræði- viðskipta- eða hagfræðingum. Við vinkonurnar gerðum nefnilega lauslega könnun inná Vökukvöldinu og staðfestu niðurstöður rannsóknarinnar grundsemdir okkar. Allir viðstaddir reyndust vera úr þessum þrem deildum og flestir með ríkmannlegan vindilinn dinglandi drígindalega úr öðru munnvikinu. Fólk á framabraut. Sagði ekki líka þjóðþekktur einstaklingur að sá sem ekki væri kommúnisti fyrir þrítugt væri hjartalaus? (sagði reyndar líka að sá sem ekki væri kapítalisiti eftir þann aldur væri heilalaus en það er önnur saga). En allavega, voða gaman bara. Kennslutíminn hjá frænda var þó ekki jafn skemmtilegur morguninn eftir. Djammið hélt þó bara ótrautt áfram og fór í vísindaferð og þar eftir á sniildartónleika með Hjálmum og Jagúar. Gjörsamlega geggjuð stemmning en litla ég var bara þreytt og fór því fremur snemma heim. Hjálmar þó komnir hátt á vinsældarlistann.


mánudagur, febrúar 07, 2005

Hannes vinur minn Hólmsteinn.
Þetta verður eflaust sjokkerandi fyrir vinstrisinnaða lesendur þessarar síðu en mig langar bara að lýsa yfir furðublandinni ánægju minni með Hr. Gissurarson. Líkt og glöggir lesendur, vinir og velunnarar þessarar síðu vita þá kýs ég að vera óflokksbundin eða öðru nafni skynsamur kjósandi og sem slíkur verður maður nú að vera sæmilega hlutlaus ekki satt? Nú hefur hann Hannes ekki fengið bestu gagnrýni eða auglýsingu í heimi undanfarin 2 ár meðan lofið hefur verið hlaðið á aðra ónefnda bókahöfunda (*hóst*, Halldór, *hóst*)þótt ég verði að viðurkenna að hafa lesið hvoruga bókina. Mér er stendur samt eiginlega á sama því karlinn er bara hreinlega skemmtilegur. Klár og hress kall, drífandi kennari og skrifar skemmtilegan stíl. Segi því húrra fyrir Hannesi!


sunnudagur, febrúar 06, 2005

Triple Tropical
Ég fann nýjan varasalva um daginn. Hann heitir Triple Tropical og er með svona, já einmitt, tropical bragði. Hann kom í pakka með Berry Burst og Melon Medley en ég er eiginlega mest fyrir tropicalinn. Enda skemmtileg fyrirheit um hitabeltislofstlag og framandi ávexti sem fylgja honum. Það er bragð af öllum tegundunum og meira að segja frekar gott bragð. Það er varasalvanum að kenna að ég sleiki nú á mér varirnar öllum stundum til að næla mér í bragð og lít því sennilega út eins og klámmyndaleikkona í aksjon eða perverstískt gamalmenni. Er varasalvi annars skrifaður með V-i eða F-i?


föstudagur, febrúar 04, 2005

It´s Friday.. I´m in loove.
Jæja, kannski ekki bókstaflega en hræðilega ástfangin af lífinu og tilverunni í augnablikinu. Hvernig er annað hægt þegar sólin skín, snjótittlingarnir skríkja og helgin er framundan? Eftir smá ákvörðunartöku í gærkveldi hef ég einnig utanlandsferð og Erasmus skipti næsta ár til að hlakka til. Gríðarlega spennandi og ekkert nema skemmtun framundan við að velja kúrsa, redda íbúð, ganga frá skriffinsku -já og velja föt fyrir kvöldið í kvöld! Lífið er miklu skemmtilegra þegar sólin brosir til okkar.


miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Skipbrot.
Pólitískur frami minn er hafinn. Og ekki er það glæsileg byrjun. Núna er ég víst skráð á þennan blessaða Alþýðulista innan Háskólakosninganna án þess þó að vilja vera í framboði fyrir þá. Skráði mig á listann undir því yfirskyni að um grín væri að ræða en ekki finnst mér þetta vera mikið grín í augnablikinu þar sem þetta framboð var raunverulega keyrt í gegn. Þetta kennir manni að setja ekki nafn sitt og kennitölu við hvað sem er. Vil bara taka það framm ef einhver Röskvumaður eða kona villist inná þennan vef að ég hef ekkert á móti Röskvu, heldur ekki Vöku og ég er ekki í framboði yfirhöfuð né kem þessu máli nokkuð við! Finnst þetta frekar ömurlegt enda halda flestir að ég sé einhver "sprauta" í þessu málefni þegar það gæti ekki verið fjarri sanni. Meika varla að labba framhjá kosningabásum lengur og aldrei aftur á ævinni ætla ég að fara á kosningakvöld eða koma nálægt neinu fólki sem stundar pólitík. Kræst.


þriðjudagur, febrúar 01, 2005

2 dagar og 17 klukkutímar í helgi!
Ég er alveg að deyja úr tilhlökkun í augnablikinu. Tók mér djammfrí seinustu helgi og er orðin svo spennt fyrir áfengisneyslu og djammrugli næstu helgi að ég fæ alveg fiðring í magann við tilhugsunina. Lýsti þessu yfir í gær á kaffihúsi en uppskar bara vanþóknunaraugnarráð vinkvennanna: ,,Gerður, það er mánudagur!!" Veit ég vel en maður ræður bara ekki magafiðringnum. Tilhlökkunin jókst svo um allan helming þegar Auður kom áðan með með hugmynd um SingStar keppni. Það er þá bara að þreyja þorrann með þolinmæði og bráðum kemur blessuð helgin!


Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter